Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 155
155
•og Dvalinn) þangað til Heimdallur blæs í Gjallar-
horn. Rydberg segir, að sagan um þá sjö sofendur
sé upprunalega norræn, en hún muni hafa flutzt til
suðurlanda með germönskum hermönnum; hún er
fyrst færð í letur á 7. öld af Gregor frá Tours, síð-
an af Paulus Diaconus á 8. öld, og svo segir Adam
frá Brimum frá svipaðri sögu, um menn »meridiano
tempore latitantes antris subterraneis« langt frammi
við sjó í norðurheimi; hjá Saxo kemur þetta og fyr-
ir (Lib. Vni: Exsanguia monstrorum simulacra .
, . . qui prius semineces expertaque vitæ simulacra
putabantur), náttúrlega afmyndað eptir margra alda
sögugeymslu og söguflutning. — Mímir er = Niðuðr
Njara drottinn, sem hafði Völund í haldi; en annars
hefir Rydberg fundið, að Mímir er sama sem Mímr,
Mími, Narfi, Njörfi, Nörr, Nari, Niði, Nidhád, Niðaðr,
Niðuðr, Niðungr, Moðsognir, Hodddropnir, Hoddmím-
Ir, Gauta spjalli, Baugregin, Goðmundr, Brímir,
Fimbulþulr.
Skoðan hinnar norrænu fornaldar á heimslífinu
framsetur Rydberg þannig (1, 541—543): Heimstréð
(askur Yggdrasils, aðalþollur), sem er frumvöröur
liinna náttúrlegu og andlegu laga veraldarinnar, reis
í árdaga upp af stöðvum hinna þriggja heims-brunna
•og var á vordegi guðalífsins óspillt og fagurt, því
að gæzluverðir brunnanna í undirheimum hlúðu að
því og gættu þess. En tímarnir versnuðu: Gullveig-
Heiðr, ímynd Loka, spillti Ásgarði og Miðgarði með
bölrúnum, og þau bæði kveiktu sundurþykkju og
«tríð á milli þeirra guða, sem eiga að gæta heims-
laganna og viðhalda þeim. I þvi stríði, sem kom
upp milli Ása og Vana, varð vizku-brunnurinn, sem
góðar rúnir voru sóktarí, sviptur verði sínum: Mímir
var drepinn, og hinir sjö synir hans, sem stóðu fyrir