Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 152
152
fjandur tilverunnar. Svo segir Rydberg (2, 393)r
»Það land, sera mest varð fyrir kuldanum, er eptir
afstöðu sinni landið fyrir norðan Eystrasalt. Suður-
hluti þess, þar sem vagga hinna germönsku þjóða
stóð, er Aurvanga-landið eða leirvellirnir; þá drottn-
aði þar hinn gamli Skjöldr-Borgar, hinn fyrsti d'óm-
ari Germananna, faðir Hálfdanar, sem varð fyrstur
konungur þeirra. Svíar voru sú Germana-þjóð, sem
átti nyrzt bústaði; þeir urðu því fyrst fyrir fimbul-
vetrinum. Þeir neyddust þá til að taka sig upp og-
leita suður eptir, og þá kom sú hreifing á þjóðirn-
ar, sem rak hverja af annari ofan til Aurvanga-
landsins. Þessi þjóðflutningur byrjar á dvergunum,
gróðasmiðunum; höfðingi þeirra er Dvalinn (o:
Sindri). Þeir fóru frá fjall-lendunum (»salar steini«),
og Svarins haugi (norðarlega í Svíþjóð) og náðu und-
ir sig leirvöllunum*. (Svo segir í Völuspá: »Mál
er dverga i Dvalins liði ljóna kindum til Lofars-
telja, þeir er sóttu frá salar steini Aurvanga sjöt til
Jöruvalla*. í Gylfaginningu stendur: »En þessir komu
frá Svarins haugi til Aurvanga á Jöruvöllu*, þar er
ruglingur í frásögninni. Jöruvellir heita enn syðst
á Skáni, Rydb. 1, 134. Hoffory hefir bent á, að
»salr« þýði upprunalega jarðveg, lat. solum, »salar
steinar* sé þá »Steine desBodens«, »steiniger Boden«,
og segir svo alveg eins og Rydberg: »die Zwerge
sind also von den steinigen Hochplateaus durch
schuttbedeckte Ebenen nach den niedriger gelegenen
sandigen Feldern gezogen«. Eddastudien p. 26.
(Hvort Hoffory hefir þekt Rydberg sést ekki; hann
nefnir hann hvergi).
Skjöldr-Borgar getur ekki lengi veitt þessum
þjóðafjölda viðnám, sem kemur þannig norðan að.
Hann fer því ásamt sinni þjóð, sem líklega er Dan-