Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 180
180
alllítil, en hvort sú breyting ber í öllu vott um sann-
ar framfarir, um það skal jeg láta lesendurna sjálfa
dæma.
Þega jeg man fyrst til, var hversdagsklæðnað-
ur karlmanna ullarskyrtur, prjónanærbuxur, hvoru-
tveggja venjulega hvítt, en nærbuxur þó stundum
mórauðar, prjónanærpeysa, venjulega blágrá, hneppt
eða krækt að framan, vesti og vaðmálsbuxur. Vestið
og buxurnar voru ýmist indigó-blá, sortulituð eða þá,
þó sjaldnast, sauðsvört. Nærpeysan var optast inn-
an undir vestinu, en þó stundum utan yfir, og þá jafn-
anóhneppt. Við slátt á sumrum voru karlmenn venju-
lega snöggklæddir, á skyrtu, vesti og nærbuxum, sem
þá kallaðist nærbrók. Ená vetrumhöfðu þeir, sem
úti við voru, úlpur utan yfir nærpeysunni, og opt á
höfðinu svo kallaðar hettur, sem fletta mátti niður,
þegar vont var veður; náðu þa-r þá niður á axlir og
skýldu svo öllu höfðinu og hálsinum, að ekkert var
bert nema sjálft andlitið frá höku upp á augabrýr
og út á kinnbeinin. Eptir öðrum nú óvanalegum höfuð-
fötum man jeg ekki, nema skotthúfunni, sem karlmenn
margir höfðu á sumrum úti við í góðu veðri og inni
við á vetrum; en hún var prjónuð, eins og kvenn-
húfa í laginu, en miklu dýpri, með skotti, sem lagt
var niður út á vaugann. I endanum á skotti þessu
var skúfur hjer um bil 2 þumlunga á lengd. Um
húfuna þvera, en hún var dökkblá að lit, voru 3
eða 4 randir, og eins á skottinu, rauðar og gular,og
skúfurinn rauður eða gulur. Skórnir voru ætíð verptir
með þræði, en eigi bryddir, ekki einu sinni spari-
skór, nje þeir skór, sem ungar stúlkur gjörðuhanda
piltum þeim, er þær vildu koma sjer við, enda mundi
húsfreyjum hafa þótt slíkt óþarfi hinn mesti og gagns-
laus tímatöf, þó þær verði nú að sætta sig við, að jafn-