Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 51
51
steinninn undir kenningunni um þennan fund Amer-
íku. En gallinn á bók Rafns hafi verið sá, að hann
hafi blandað öllu saman, verulegu og óverulegu,
sönnu og ósönnu, og með þvi gert frásögnina ótrú-
lega í augum ritskyggnra (krítiskra) manna, sem eigi
áttu kost á að kynna sjer sjálf frumritin. Bæði
Rafn, Anderson1 o. fl. hafa reynt að sanna, að fund-
izt hafi menjar eptir íslendinga á austurströnd Am-
eríku, t. d. rúnaletur á hinum svo nefnda Dighton
Rock, og jafnvel þótzt geta lesið þar nafnið þorfinn-
ur (o: Þ. karlsefni) o. fl.; en þetta rúnaletur hefir
reynzt að vera eintómt Indíana pár, sem ekkert á
skylt við rúnir, og í engu sambandi stendur við'
fund Vínlands. Ennfremur þóttust menn hafa fund-
ið þar leifar af Leifsbúðum, en þær hafa reynzt að'
vera rústir af gamalli vindmylnu frá 17. öld. Þetta
hefir líka veikt trú sagnaritaranna á kenningu þess-
ara manna. Ástæður sagnaritaranna fyrir því, að>
álíta megi þennan fund Ameriku sem ósannaðan, —
þótt þeir hins vegar játi, að hann geti vel verið
mögulegur, — eru einkum tvær. Er hin fyrri sú,
að engar fornleifar eða menjar hafi fundizt eptir Is-
lendinga eða Norðmenn — það nafn brúka þeir vana-
lega —, sem þó hafi fundizt alstaðar annarsstaðar;.
þar sem þeir hafi komið. Hin siðari er sú, að rit
Islendinga sjeu ekki svo áreiðanleg, að á þeim sje
byggjandi. Sumir hafa líka auk þessa látið í ljósi
nokkurn efa um, að handrit þau, sem vitnað væri í,.
væru eins gömul og sagt væri, og nokkir hafa jafn-
vel látið sjer það um munn fara, að ekki væri ó-
mögulegt, að líkt væri með þessar skinnskræður eins
1) í bók, sem heitir: »Ameríka er ekki fyrst fundin af
Kólumbusi« (America not discovered hy Columhus).
4*