Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 169
169
hefir R. heldur séð (2, 310) fremur en aðrir, að »hó«
í Hárbarðsljóðum er acc. af hór, en ekki af hórr, og“
er enginn efi á um þetta (sjá Tímarit Bf. V. 138);
Sif hafði engan hórkarl; hefði hún haft hann, þá
mundi hann liklega vera nefndur. Sama er að segja
um staðinn í Lokasennu: »Þótt sér varðir vers fái
hós eða hvars;« þar er ekki um neinn hór að tala,
en »hós« er genit. af hór, ketill eða ketilhadda, og-
,hvars' er = hvers, sem einnig merkir ketil eða
brunn). — Svo vill R. og (2, 308) fá orðmyndina
»einherju« sem kvennkyn til »einheri«, en það er
rangt; það á einmitt að vera »einhverja«, eins og
stendur í R. (Bugge), meiningin er: »Eg var austur,
og dæmdi (o: talaði) við einhverja ónefnda konu« —
einhverr eða einnhverr merkir »aliquis;« hann gildir
einu hver það var, hirðir ekki um að nefna neina.
»Einherjur« voru aldrei til.
Fleira mætti raunar nefna, þar sem R. hefir
skeikað, t. a. m. »lindbaugi« (1, 688); »sjólr« (1, 154.
164). — »Hoddgoða« hefir R. á tveim stöðum (1,
314. 317) svo sem eitthvert örnefni, en það eru tvö'
orð — eða hvers kyns ætti það að vera? »Men-
glöðum* er opt rangt haft, t. a. m. »at uppsöka
Menglöðum« (1, 579); í »arladaga« (1, 297) f. i ár-
daga o. s. frv. Víða er og rangt prentað: »frá salar
steina« (1, 134); »tikkia» (1, 141); »neri Sagu« (1,
166); »veizta« (1, 173); »forgarðir« (1, 184); »heyrða«
(1, 235); »lifanda« (1, 235. 237); »meinsvaru« (1,
408), »helgu skutli« (1, 680); »náir framgengna* (1,
324) — þetta truflar mann raunar ekki í lestri og-
nautn verksins, en það eru engu að síður lýti á svo.
ágætri bók.