Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 70
70
ingu með brögðum, og ekki horft i að laga efnið
þannig í hendi sjer, að þessu yrði við komið.
Þegar einhver Islendingur hefir heyrt eða lesið
hina útlendu smásögu, hefir honum líklega dottið í
hug: »Það fer ekki vel á því, að unglingurinn ljúgi.
Hann kveðst hafa drepið mann, en hefir eigi gert
það. Frásögnin yrði miklu betri, ef orð hans væru
sönn, en svo tvíræð, að »vinurinn« skildi þau svo,
sem hann hefði drepið mann*. Þar sem nú orðið
Tcálfr var almennt mannsnafn, þá þurfti ekki lengi
að leita eptir hinu tvíræða orði. Hefði nú svo stað-
ið á, að unglingurinn hefði átt sín í að hefna á
manni, sem hjeti Kálfur, og vininum væri þetta
kunnugt, þá væri enn líklegra, að hann legði hina
tilætluðu þýðing í orðin: »Ek hefi drepit kálf«. En
enn þá meiri trygging mundi þó fást fyrir því, ef
kálfurinn væri kenndur við einhvern stað, sembæði
gæti átt við kálfinn og manninn. Þá hefir honum
dottið í hug orðið hlaðci, sem líka gat verið bæjar-
nafn (hlöðu-kálfur — Hlöðu-Kálfur), enda mun ekki
svo auðvelt að finna annað íslenzkt nafn, sem átt
geti við hvorttveggja i þessu efni. En með því var
sagan orðin bundin við vissan stað á íslandi, og
þetta hlaut að hafa fleiri breytingar í för með sér.
Þar sem nú bærinn Stokkahlaða lá nærri bæ Glúms,
Þverá, þá lá það nærri, að gefa persónunum ákveð-
in nöfn, og láta Glúm vera þann eldri, sem ráðin
gefur. Þegar því nú var við bætt, að láta þann
eldri sjálfan drepa manninn, þá gat varla verið um
annað að tala en Glúm, því einmitt um hann var
það kunnugt, að hann hafði vegið mörg vfg og stund-
um komizt hjá dómi með brögðum. Er eigi ólíklegt,
að sagan um Guðbrand hafl gjört það að verkum,
að þessu var við bætt, þótt hitt geti líka vel hugs-