Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 127
127
et ediscere quiescebant). Zevs var tilbeðinn af öll-
um Grikkjum undantekningarlaust, þar var Dódónu-
Zevs, Olympíu-Zevs, Idu-Zevs o. s. frv., en þar að
auki hafði,sérhver þjóðflokkur sinn aðal-guð: Eólar
höfðu Poseidón, Dórar Apollón, Jónar Aþenu, en
þessir guðir voru aldrei aðal-guðir allra Grikkja eins
og Zevs. Eins hefir staðið á hér á Norðurlöndum í
heiðni: ýmsir menn hafa fundið til guðs, sem var
alltannað og hátt yfir »guðunum«, og er engin ástæða
til að ætla, að allt slíkt sé runnið af kristnum rót-
um hér fremur en að ætla, að Grikkir hafi fengið
sínar hugmyndir frá Gyðingum. Allir muna eplir
Þorkeli mána, sem lét bera sig út í sólargeisla og
fal sig á hendi »þeim guði, er sólina hafði skapað«
— það er í Völuspá »inn ríki, sá er öllu ræður«,
það er »hinn almáttki áss« í eiðstafnum (Landn. 258).
Hrein getur og þessi hugmynd verið í Hyndluljóðum:
»Biðjum Herjaföðr í hugum sitja«, þó að þar sé haft
goðfræðislegt nafn; sömuleiðis þetta: »þar var þrafna
byrjar — þeim stýrðu goð beima — sjálfr i sæki-álfi
Sigtýr Atals dýra« (Glúmr Geirason). Vér gætum til
fært enn fleiri dæmi, sem sanna, að trú á sannan
guð hefir verið til i heiðni, og það enda þótt hún
væri hjúpuð goðfræðislegum nöfnum. En í kristn-
inni eymir allt af enn eptir af ofstæki og ákefðtrú-
boðanna og hinna fyrstu játenda kristninnar, þva
allt er fjörugast meðan það er nýtt, þá ber mest á
mismuninum frá hinu gamla: allt heiðið var skoðað
sem djöfullegt og goðin sem djöflar; í ritum voruim
hinum fornu eru guðirnir kallaðir »fjándr«, »óhreinir
andar, »djöflar« o. s. frv., eins og kirkjufeðurnir
kölluðu þá »malos dæmones« og þvíumlíkt. Enda
eru margir kristnir menn helmingi trúlausari og verri
en heiðingjar.