Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 33
33
orðaglingri (Wortkrams), og höfuðguðirnir þar að
auki voru látnir farast og líða undir lok, en slíks
finnst hverki getið í nokkru alheiðnu kvæði. Envar
þá tilgangurinn sá, að mæla með hinni nýju kristnu
trú (»christliche Tendenz«), eða líkt og hinna kristnu
Síbyllukvæða, að gera lærdóm hennar aðgengilegri
fyrir lesendurna með því að klæða þá í fornan og
innlendan búning? 0, nei, ekki gat það nú heldur
verið tilætlun höfundarins, því þá hefði hann ekki
farið að hjúpa hinar kristnu kenningar í slíka dul-
arþoku, sem hið forna goðsagnamál breiðir yíir þær,
svo að að eins hans nánustu vinir og lærisveinar
gátu ráðið í, livað hann fór. En þó nú efnið sje
vafið innan í slíkan ráðgátuhjúp, þá hefir það ekki
beinlínis verið tilætlan höfundarins, að leika á menn
{»beabsichtigte Mystifikation«), með þvi að fljetta þýð-
ingarmiklum en óviðkomandi viðburðum inn í hinar
fornu goðasögur, sem hugsazt gæti, aðhannhefði gert
af virðingu fyrir hinum fornu fræðum—, til þess að
auka gildi þeirra og álit. Nei, kvæðið »erölluheld-
ur lærð stýlæfing (Stilúbung) eptir gagnmenntaðan
guðfræðing, sem hefir haft gaman af að klæðaþetta
mikilfenglega útlenda efni, hin helgustu kristindóms-
fræði, í innlendan búning, ofinn úr hinu dularfulla
spámáli, sem gagnsýrt var af goðasögum«.
Bók Meyers hefir fengið mjög misjafnar viðtök-
ur; sumir hafa fallizt á kenningar hennar og álíta
hana góða bók, en fleiri eru þó þeirrar skoðunar, að
hún hafi alls eigi sannað það, sem til hefir verið
ætlazt, og álíta hana miður vandaða bók og óþarfa.
Af þeim, sem um hana hafa ritað, skal hjer að eins
getið þriggja hinna lielztu. Hinn fyrsti þeirra var
hinn nafnkunni málfræðingur, prófessor Norén í Upp-
sölum; hann sagði reyndar ekki með berum orðum 1
3