Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 216
216
Um sláttinn er unnið töluvert skemur, en jeg-
ætla það alls eigi til baga, því að víðast mun vera
heyjað töluvert meira, sem bæði sprettur af því, að
sláttuverkfærin eru talsvert betri, og fólk eigi leng-
ur við vinnu en svo, að það hefir fullan kjark tii
vinnunnar. Nú mun víðast eigi unnið lengur um
slátt en 12 —14 klukkustundir, þar sem áður voru
unnar 14—16 klukkustundir eins almennt.
Mjög fer það í vöxt, að vinnufólk vilji fremur
hliðra sjer hjá ýmsum verkum, svo sem eidhúsverk-
um, fjósverkum og jafnvei fjári'nennsku, og sagt er,
að alltaf verði erviðara að fá þá, sem með fúsu geði
vilja gefa sig við þess háttar störfum, og verður það
meinlegt, ef svo skyldi fara, að enginn fengist til að
hirða kýr eða elda mat. Margir þeir, sem embætt-
isveginn ganga, þó upp aldir sjeu í sveit, vilja kom-
ast sem mest hjá likamlegri vinnu, og það áður en
þeir sumir hverjir þekkja svo að kalla A og B vís-
indanna; en litlu betri eru þeir sumir hverjir, sem
ganga á hina lægri skóla. Það er eins og þeim
finnist sumum hverjum, að skólagangan, þó lítil sje,
sje nokkurs konar einkaleyfi til að hlífa líkamanum,
enda er stórum hægra, að ganga prúðbúinn í ein-
hverjum kaupstaðnum með hendur í vösum, segja
náunganum fyrir siðunum og njóta þeirrar ánægju,
að imynda sjer, að maður sje orðinn allt of lærður til
að »næra sig af jörðunni með erviði«, heldur en að
fást við búskap og strita við sveitavinnu. En því
má ekki gleyma, að alstaðar um heiminn hefir mennt-
unin hin sömu áhrif. Alstaðar reynir almenningur,
eptir því sem hann mennist meira, að ná vildari
vinnukjörum. Af þessu koma hin sífelldu verkföll
erlendis. En það sem vinnan minnkar erlendis við
menntunina, það bætir menntunin þar aptur með