Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 244
244
stjóri«. En eitt er víst, aðverra var 1 sveitarstjórn
um 1850 og þar á undan en nú er, nefnilega hinn
mikli förumannasægur, sem lifði iðjulaus á greið-
vikni og góðgjörðasemi annara, og átti miklu betri
•daga en margir þeir, sem voru að gefa þeim. Á
æskuárum mínum var hinn mesti förumannasægur
í Skagafirðinum, mest karlmenn, en þó líka stöku
kvennmenn. Förumenn þessir höfðu nálega allir
viðurnefni, t. d. Einar durgur, Jón kvennpeysa, Sveinn
boli, Langi-Rafn, Guðmundur snemtnbæri, Guðvarður
söngur, og margir og margir fleiri. Förumönnum
mátti skipta í tvennt: þá, sem að eins fóru um að
sumrinu eða um sláttutímann, komu á hvern bæ og
fóru yfir marga hreppa, og jafnvel í aðrar sj’-slur,
og beiddust alstaðar beininga. Þeir voru ríðandi,
með reiðingshest í taumi, sumir hverjir, til að flytja
gjafirnar á, og þegar þeir voru búnir að fá upp á
klyfjar, sem þeir gátu ráðið við, komu þeir þeim fyrir
til geymslu fram að haustinu, og söfnuðu svo á nýj-
an leik, og ljetu þetta ganga sláttinn út; vildu þeir
helzt ull, smjör og peninga, en um fisk og kornmat
Tar þeim minna, þó þeir auðvitað gjorðu ekki þá
vöru gjörsamlega ræka. Förumenn þessir fóru mjög
hægt, eins og hesturinn lötraði hægast, til þess að
reyna sem allra minnst á líkamann; hafði jeg gam-
an af, þegar jeg var drengur, að horfa á ferðalag
förumannanna — jeg þekkti jafnan þessa hægfara
álengdar — og miða þá við hóla og önnur kenni-
leiti, til að sjá, hversu undur þeir voru seinfara.
Förumennirnir voru optast í vondum flíkum, og
nöturlega og fáránlega búnir, auðsjáanlega meðfram
í þeim tilgangi að vekja meðaumkvun. Þeir báru
sig sumir hverjir mjög hörmulega, og kváðust haldnir
ýmsum sárum sjúkleik, sem stundum var lítil hæfa i.