Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 96
9G
Sæmundi hinar forneskjulegu Eddukviður, sem menn
skoðuðu að minnsta kosti sumar hverjar, sem íjöl-
kyngi — »forneskja« merkir og galdra; og þótt eigi
verði sannað með áþreifanlegum rökum, að Sæmund-
ur hafi verið við Edduna riðinn, þá eru samt líkur
til, að þessi hafi verið ætlun manna fyrri en Brynj-
úlfur biskup setti nafn hans á »konungsbókina«.
»Fróða«-nafnið var fleirum gefið en Sæmundi (Ara,
Kolskeggi, Styrmi, Snorra, Sturlu), en um þá er allt
■öðruvísi talað; engum þeirra er slíkt eignað. Af eng-
um þeirra ganga aðrar eins sögur, en þetta sjáum
vér aldrei tekið til greina. Fyrir utan fjölkyngis-
sögurnar má minna á það, hvernig sagnriturunum
farast orð um Sæmund, þótt mörgum sé það kunn-
ugt; sem fjölkyngismanns er hans eigi minnzt nema
í Jóns Sögu helga eptir Gunnlaug múnk (Biskupa S.
1, 227—229), en um leið er hann nefndur sá maður,
»er verið hefir einhverr mestr guðs kristni til nyt-
-semdar á íslandú,1 og fleira slíkt erhonum talið til
lofs. Hann er kallaðr »forvitra ok lærðr manna
bezt« (Hungrvaka 6. kap.), »beztr klerkr á íslandi«
(Kristni S. 12. kap.); Ari bar undir hann íslendinga-
bók og þótti hann svo merkilegur, að hann getur
hans sérstaklega, að hann hafi komið frá Frakklandi;
«nn fremur er auðséð, að þó að Sæmundur sé kall-
aður »klerkur«, þá var hann eigi síður veraldlegur
höfðingi: »Þá voru flestir virðingamenn lærðir og
vígðir til presta, þó at höfðingjar væri, svá sem var
Hallr Teitsson í Haukadal ok Sæmundr hinn fróði«
(Kristni S. 13. kap.). Enda settist Sæmundur að á
1) Raunar sést hvergi, hvað Sæmundur haíi afrekað i
þessa átt, nema ef það skyldi líta til þess, að hann auðgaði
Odda stað, og kom tíundargjörðinni á með Gizuri biskupi og
öðrum höfðingjum.