Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 272
272
og Þórleifur Jónsson ritar þetta eins (útg. 1891;, en
•eigi getur verið rjett að rita svo, því að þá verður
skömm næst-síðasta samstafan, en hún á að vera
löng, og auk þess getur é í mér ekki myndað aðal-
hending móti e í flerum. Hjer mun nú annars eiga
að rita mjer, en eigi mér; en flerum getur eigi verið
rjett af þeirri ástæðu, sem þegar er greind. Öllu
betra væri að rita flérum. Sú orðmynd flnnst í
fornum handritum (»Frumpartar« 140. og 173. bls.).
En mun eigi líklegast, að vjer verðum að halda
vísuorðinu, eins og það er: »mér, ok svá er hann
fleirum*, og muni höfundur vísunnar hafa kveðið svo;
hann hafi ekki verið nákvæmari í ríminu en þetta?
í þessari vísu kemur líka fyrir mdgur og mdlafell-
um; verður þetta allt til að sýna, að vísan er eigi
forn, og sjálfsagt eigi kveðin fyrr en á 14. öld.
Hendingar í vísuorðinu: mér lizt málma snerru
33. k. tel jeg rjettar, með því að rita á mjer, og
verða þá hendingar rjettar.
I lmepstr (= hneppstr) man þó hinn efsti 7. k.
1. v. verða hendingar rjettar, ef gjört er ráð fyrir,
að hneppstr hafi verið borið fram hnefstr, líkt og nú
á dögum, og tel jeg líklegt, að svo hafi verið borið
fram; hnepstr er tilgáta Jóns Þorkelssonar í stað
hnestr, og mun sú tilgáta fyllilega rjett.
Hvað bragarháttu snertir að öðru leyti, þá er
það eptirtektarvert, að hlaupið er úr dróttkvæðu
yfir í hrynhendu í sömu vísunni:
Víst nam Torfi treystast o. s. frv. k. 21.
Síðari hluti þeirrar vísu er hrynhendur: Hreytar
get ek at viðrnám veiti o. s. frv., nema síðasta vísu-
orðið; það er aptur dróttkvætt.
Vísuorðið ýta trú ek at engi hœti 7. k. 1. v. sýn-
ist einnig vera hrynhent, en annars er vísan drótt-