Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 162
162
er sami guð, með orðum sömu meiningar og »hljóðs
bið ek allar helgar kindir, meiri ok minni, mögu
Heimdallar«« (R. 2, 82).
Indra er=Þórr (Eindriði, eins og Finnur Jlagn-
ússon sýndi í Lex. mythol. p. 948—9, og i Edda-
læren 1, 365). Indra er sonur Jarðar, eins ogÞórr;
samkvæmt Rigveda fæðist hann á þeim tíma, er illir
andar gerðu árás á heiminn og náðu sólinni og
morgungyðjunum og settu þær í fangelsi, gangur
náttúrunnar truflaðist og guðirnir voru afllausir og
ráðalausir. Þá varð Jörð hafandi að Indra, en hún
fyrirvarð sig og lét fóstrið, en þá var það gleypt
af Kushava, tröllkonu i sjávardjúpinu, og þar fekk
það viðgang. Kushava var gipt Vyamsa, »sem var
verri en Vritra sjálfur*. Indra óx í móðurlífí Ku-
shava, en jötnarnir vissu fyrir, að þetta barn mundi
verða þeim að fjörlesti, því þeir gerðu allt til að
hindra fæðinguna, og umgirtu fóstrið með hundrað
eirfjötrum, svo það ekki skyldi komast út. En Indra
braut allt í sundur, og þá stóð Vyamsa þar og
ætlaði að drepa hann. Þeir talast þá við, Indra
og Vyamsa. Vyamsa heimtaði, að Indra skyldi
fæðast náttúrlega eins og hvert annað barn, en
Indra neitaði því og brauzt út úr móðurkviði með
lofsöng. Vyamsa tók á móti honum þannig, að hann
kjálkabraut hann, en Indra greip í fætur hans og
sló hann á hausinn með hamri. Frá því er ekki
sagt hvaðan sá hamar hafi verið, en frá jötnum hefir
hann komið. Heimurinn skálf, þegar Indra fæddist.
Guðirnir stóðu frá sér numdir, en Jörð gladdist yflr
sínum ágæta syni. Kushava dó af þessum barns-
burði. Þá fór Indra til Tvashtar (eins af dvergun-
um eða frumsmiðunum), og neyddi hann til að gefa
sér Sóma-drykk sér til hressingar og styrkingar;