Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 252
252
og fyrir miðja þessa öld hafi úrin i sumum sveit-
um jafnvel verið færri, heldur en þau eru nú á sum-
um einstökum heimilum, þar sem eigi að eins hjón-
in og uppkomin börn þeirra eiga sitt úrið hvert,.
heldur og jafnvel vinnumennirnir, og ef til vill
sumar vinnukonurnar; og er nú óþarfi að berja þvt
við á Islandi, að timinn sje illa notaður af því, að'
menn viti eigi hvað honum líður, þó ekki sjái
sólina.
A uppvaxtarárum mínum voru og klukkur, sem
nú eru, nálega að heita má, komnar á hvert heimili,.
fremur sjaldgæfar; það voru að eins stöku heimili,
sem áttu klukku, og voru það, að mig minnir, venju-
lega svo kölluð áttadagaverk, er voru mjög end-
ingargóð. Um það heyrði jeg talað, að fyrir mitt
minni hefðu á ýmsum heldri heimilum tiðkazt stunda-
glös svo kölluð, til að vita hvað tímanum leið. Þau
voru mjó i miðju, en breið til beggja enda, og þeir
gjörsamlega luktir. I öðrum endanum var sandur,
er rann í gegn um mjóddina í hinn endann á viss-
um tíma, þá er tóma endanum var snúið niður, og
var sandurinn ætíð jafnlangan tíma að renna á millii
endanna (klukkutíma), en auðvitað var eigi hægt,
að mæla timann á næturnar, nema einhver vektitil
að snúa glasinu. Þegar jeg man fyrst til, var tim-
inn ætið miðaður við eyktamörk. Miðurmorgun var
klukkan 6 að morgni, dagmál klukkan 9, hádegi
(miðdegi) klukkan 12, nón kl. 3, miðaptan (miður
aptan) kl. 6, náttmál kl. 9 að kveldi, miðnætti kL
12 og ótta kl. 3 að nóttu. Til að tákna tfmann milli
eyktamarka þessara, t. d. kl. hálfátta að morgni,
var sagt: jöfnu báðu miðsmorguns og dagmála, og-
væri eigi svo framorðið eða þá fremur en mitt á
milii eyktamarkanna, var sagt: það er ekki komið-