Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 235
235
lingur nokkur var þar í einum hreppi ófermdur og
ódæll. Hann vildi ekki koma til spurninga, en loks-
ins er hann fjekkst til þess, og átti að lesa hjá
prestinum fyrstu grein 3. kapít., var sagt, að hann
hefði lesið hana svona: »Reynslan sýnir, að mann-
■eskjurnar eru ekki svo góðar, sem þær ættu að
vera; allir hafa slna bresti: Jón í Kálfárdal er bú-
inn að selja Lýsing sinn fyrir spað«. Saga þessi
gekk manna á milli nyrðra, en hvort hún er
sönn, læt jeg ósagt. En hitt er víst, að fyrir ferm-
inguna var honum komið til góðs og guðhrædds
bónda til undirbúnings í kristinna manna tölu. Þar
þóttist hann, að því sem sagt var, komast í kynni
við kölska, og gjörði heimilisfólkið fulltrúa með það
■og hrætt, að minnsta kosti sumt af því. Kom, að
sögn, svört flyksa á kvöldin á baðstofugluggann; stökk
■drengurinn þá út og sagði um leið: »nú vill kölski
finna mig«. Einhverju sinni var sagt, að hann hefði
komið með 4 spesíur, er hann kvað kölska hafa
stungið að sjer, og þóttist enginn vita, hvernig hann
hefði komizt að fje þessu. Var það því tekið af
honum, og sagt var, að bóndinn hefði farið með þær
til prestsins síns og viljað, að kirkjan ætti þær, og
•einkum, að þær væri hafðar í kaleik, því að á þann
hátt, en eigi annan, mundi kölski sleppa af þeim
hendinni og þær blessast. Að lokum komst drengur
^þessi í kristinna manna tölu, en hugarfarið og breytnin
virtist þó eigi stórum kristnari en áður. Þá er hann
var 18 vetra, var hann þrívegis búinn að stórstela
•og átti að eins óúttekna, að mig minnir, hina mestu
stórhýðingu, en þá fórst hann allt í einu vofeiflega
á hafís, sem rak frá landi og sást hann aldrei síðan.
Voru hin sviplegu afdrif hans álitin dómur guðs fyrir
'Oflæti hans og óguðlega hegðun.