Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 237
237
byltan við það, meðan menn voru óvanir slíku.
Margir kunnu og á skautum, enda er skautafæri
eitt hið bezta á eylendinu í Skagafirði, þegar það er
komið undir svell. Þá tíðkuðu og ungir menn glím-
ur, og man jeg nokkrum sinnum eptir, að bænda-
glímur voru haldnar á kirkjustaðnum eptir messu,
en jafnan voru það unglingar og ógiptir menn, er
tóku þátt í þeim.
Aðalskemmtunin að sumrinu til voru sunnudaga-
útreiðirnar, eða að ríða á aðra kirkju, sem kall-
að var. Hópuðu menn sig þá opt saman, ef til vill
10 til 20, og var þá opt glatt á hjalla, ekki sízt á
heimleiðinni, enda var optast í slíkum ferðum nóg í
staupinu, ekki að eins hjá útreiðarfólkinu sjálfu,
heldur og á bæjunum, þar sem komið var við. Sumir
drykkfeldir menn byrjuðu útreiðina á laugardags-
kvöldin, og komu stundum ekki aptur fyrr en á mánu-
dagsmorgnana. Var einatt meira drukkið í útreið-
um þessum en menn nú gjöra sjer í hugarlund. Þá
voru rjettaferðirnar hinar mestu skemmtiferðir, og
hlakkaði unga fólkið til þeirra lengi sumars áður,
og fengu karlar og konur sjer löngu áður rjettahest-
inn, gæti húsbóndinn ekki ljeð hann, því að það
þótti eitt hið mesta ódugnaðarmerki, að verða að
sitja heima vegna hestleysís. í sumum rjettum var
vakað nóttina áður, mest að vísu karlar, en þó einn-
ig konur, og var þá bæði drukkið og sungið, og þótti
slík nótt hin skemmtilegasta. Undir eins og bjart
var orðið, var farið að draga fjeð, en kvennfólkið
ýmist raðaði sjer á rjettar- og dilkveggina eða stóð
i smáhópum fyrir utan rjettina. Var háreysti hin
mesta alstaðar að heyra, bæði í þeim, er kölluðu
mörkin upp, og svo i drukknum mönnum. í rjett-
unum var sjálfsagt, að karlmenn hefðu brennivín á