Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 146
14G
inu að segja, en aðrir sögðu frá vetrinum og diinm-
unni þá, og þannig mynduðust sögurnar um Kimm-
eríana, svo allt þetta fer eptir árstíðunum. — Eptir
rannsóknum Montelíusar endaði steinöldin á Norður-
löndum um 1500 árum fyrir Krist, en þar á eptir
kom bronze-öldin. Einhverjir hafa búið til steinvopn-
in og brúkað þau, og sögurnar um þessa menn, og
hugmyndir þeirra, geta því verið til komnar 3000
árum fyrir Krist (Rydberg 2, 175). Þessar sögur,
sem bárust til Suðurlanda frá norðurheimi, þekkj-
um vér ekki nema í grískum búningi, og þær byrja
þegar hjá elztu skáldum Grikkja. Öll nöfn eru nátt-
úrlega með grísku hljóði: Hyperoche og Laodike
voru tvær meyjar sem fluttu ávaxtafórn frá Hyper-
boreum til Skytha og svo þjóð frá þjóð og loksins
til Delos, þar sem Apollon var (Herod. IV, 33—35);
Grikkir kölluðu guð norðurheimsins einnig Apollon,
þótt hann hafi haít allt annað nafn, en annars eru
dæmi til, að fjarlæg lönd og þjóðir stóðu í svipuðu
trúarsambandi (sbr. Lopt hinn gamla, semfór þriðja
hvert ár frá Islandi til Noregs til að blótaj. Svo
gengu og ýmsar sögur um Olenus, sem raunar er
kallaður Lycius, eins og Apollon, en þetta 'tov.ioc á
ekkert skylt við landið Lyciu í Asíu. Ekki væri
mikið á mótí því að láta Olenus (’OXrjv) vera = Oð-
inn: Olenus hafði spádóm og orti fyrstur Hexametr-
um (Pausan. X. 5): það kemur einnig heim við Oð-
inn. Pindar heflr allmikið að segja um Hyperbore-
ana (i Pyth. X): að þeir krýnist gullnu lárviðarlaufi,
en lárviðurinn vex einmitt sunnarlega í Rússlandi
(þó hugmyndin gæti verið grisk); hann minnist einn-
ig á hátíðahöld þeirra, að Perseus hafi tekið þátt í
þeim, og svo er um »Apollon«, sem þá líklega er
ekki Apollon Grikkja, heldur norðurheims guð, sem