Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 61
G1
gerðan skáldskap. Til þess að gefa mönnum nokkra
hugmynd um þessa skoðun á Islendingasögum, sem
varla mun almennt kunn á Islandi, álít jeg rjett að
setja hjer útdrátt úr ofannefndu riti Dr. Ceder-
schiölds, svo menn geti með eigin augum dæmt um,
á hverjum rökum skoðun hans er byggð.
Ritið byrjar með inngangi (bls. 3—9) um áreið-
anleik isl. sagna. Það hefir verið títt, að skipta hin-
um svokölluðu íslendingasögum (um menn og við-
burði á íslandi, einkum á tímabilinu frá 874—1030)
i sannar og áreiðanlegar (»historiskar«) og upp-
spunnar eða óáreiðanlegar (»óhistoriskar«) sögur.
Til hiris síðara flokks hafa menn t. d. talið Grettis-
sögu, Finnboga sögu ramma, Króka-Refssögu o. fl.
En menn hafa þó smátt og smátt komizt að raun
um, að jafnvel hinar »áreiðanlegu« sögur innihalda
ýmislegt, sem ekki getur verið satt. En hve mikið
i þeim er tilbúningur einn, er eigi hægt að ákveða
nákvæmlega, af því að þetta heflr eigi enn þá verið
rannsakað nógu vel. Reyndar vilja varla margir
ganga svo langt í þessu efni, eins og E. Jessen,1
sem álítur að eins íslendingabók Ara fróða, Sturl-
ungasögu og fáeinar af biskupasögunum áreiðanleg-
ar, en að allar aðrar Islendingasögur sjeu skáld-
sögur, byggðar á sönnum viðburðum (»históriskir
rómanar eða nóvellur«). En aðrir vísindamenn (t.
d. Guðbr. Vigfússon, K. Lehmann, H. S. von Carols-
feld, A. U. Bááth og R. Heinzel), sem yfir höfuð
hafa meira álit á sannleiksgildi þessara sagna, hafa
þó einnig bent á ýmislegt, sem ekki getur verið
byggt á sönnum grundvelli, og sem sýnir (einkum í
1) Um áreiðanleik Egilssögu og annarra ísl. sagna i
«Histor. Zeitsohr.. herausg. von H. v. Sybel, XXVIII. Miin-
chen 1872.