Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 90
90
sprunglig och akta som möjligt«, en þó tilfæra þeir
svipaðar sögur og enda hinar sömu frá öllum þjóð-
um Norðurálfunnar og jafnvel frá Asíu — ekki er
þarverið að tala um »lán« eða eptirstælingar. Ruhs,
sem ekki hefir átt upp á háborðið á Norðurlöndum,
af þvi hann var ekki nógu danskur eða »skandi-
naviskur«, segir: »Die Islánder haben die deutschen
Erzáhlungen mit ihrer gewöhnlichen Freiheit behan-
delt, sie zu ganz eigenen Dichtungen umgearbeitet,
sie in einen unmittelbaren Zusammenhang mit ihrer
poetischen Mythologie gebracht, theils in einigen Ge-
dichten, die sich in der Sammlung befinden, die man
die altere Edda zu nennen pflegt, theils in mehreren
prosaischen Geschichten«. Þetta finnst mér rétt sagt
og án kaldlyndis. Öðruvísi farast Guðbrandi Vigfús-
syni orð, þar sem hann segir (Corpus poet. 1, cxv),
að margt í Njálu sé »óklassiskt«, og meiri hluti Eg-
ilssögu og Grettissögu »mere fictitious padding —
skyldi einhverir ekki verða fegnir! Vér getum hert
á þessu með því að minna á, að öll sagan um Norð-
brikt (í sögu Haraldar harðráða) og öll ferð Sigurð-
ar Jórsalafara er tómur diktur, og ekkert getið um
þá í byzantinskum samtíðarritum; jafnvel heilar
setningar eru eins og þær sé teknar úr öðrum
ritum, t. a. m. þar sem sagt er frá, að Sigurðr kon-
ungur hafi látið skúa hestana með gulli, er hann
reið inn í Miklagarð, og bannaði mönnum sinum að
taka upp skeifurnar, þó þær kynni að losna frá hóf-
unum: þá stendur í frakkneskri kroniku um Róbert
af Norðmandí: »á l’entrée de la ville, ou l’empereur
estoit, il fist serrer une mulle, que on lui menoít
apres tui de quatres fer de fin or, et deffendi atout
ses gens que si la mulle se defferoit que nul ne re-
dreyast le fer«. (cit. af Rilhs); sama er að segja um