Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 12
12
teininn, því upprunalega á hann rót sína að rekja
til miðaldafrásagna um krossfesting Krists, og táknar
þá sjálfan lcrossinn, því á Vestur-Englandi gengur
sú sögn, að krossinn hafi verið gerður úr mistilteini
(e. mistletoe, engils. mistelta). Baldur dreymdi drauma
stóra og hættliga um líf sitt. Sama er sagt un>
Krist, að hann hafi dreymt fyrir krossfesting sinni.
Loki er ráðbani Baldurs, sá sem kemur Heði til að>
skjóta. Lóki er að uppruna sami og Lucifer í kristn-
um miðaldafrásögnum, og í helgisögu einni segir
djöfullinn meðal annars: »Jeg er sá, sem eggjaði
stríðsmanninn til þess að stinga spjótinu í síðu Krists«
(sbr. orð Loka í Lokasennu 28: »ek því ræð, | er þú
ríða sér-at | síðan Baldr at sölum«). Loka er hegnt
með því, að hann er keyrður í bönd, og situr í þeim
til ragnarökkurs. Það er sama frásögnin og súr
sem finnst í Opinberunarbókinni og víðar, um að
Satan sje hnepptur í fjötra og sitji í þeim í 1000 ár.
Þegar Frigg grætur sonarmissinn, þá stafar sú frá-
sögn frá sögnum um grát Mariu. Allir hlutir gráta
Baldur; sama er sagt um Krist. Eins og land-
skjálfti varð við dauða Krists, eins skulfu öll löndr,
er skipi því, er lik Baldurs lá í, var hrundið fram.
Hvers vegna Loki kallar sig ÞöTck, erhann vill eigi
gráta Baldur, verður að einsskýrt með þvf, að bera
söguna saman við frásögur um Krist. Baldur á að
koma aptur frá Hel, eins og Kristur seinna meir í
dýrð sinni. Nafnið Baldur er sama orðið og hið
engilsaxneska orð bealdor, sem þýðir herra, höfðingi
(konungur eðajarl), og i þessari þýðingu brúka nor-
ræn skáld stundum orðið baldr. í ensku kvæði er
guð kristinna manna kallaður þeóda bealdor =
þjóða baldr, konungur þjóðanna. Norðurlandabúar
hafa á Englandi heyrt bealdor brúkað um Krist^