Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 74
74
kirkjur, og slíks eiðs er einnig getið í mörgum ger-
mönskum rjettarritum. Að minnzt er á fornan rjett-
arsið, sem hvergi er getið annars staðar í íslenzkum
ritum, má álíta sem óbrigðult merki þess, að frásögn-
in sje sönn. M. álítur þvi, að allt sje satt í Ingólfs-
þætti, nema hinn fyrsti hluti; á hann hafi Disc. cler-
haft áhrif, en trúverðugleiki sögunnar minnki sáralit-
ið fyrir það.
IV.
Svo að segja á hverju ári koma út fleiri eða
færri þýðingar af íslenzkum ritum á hin eða þessi
mál, og skal hjer getið þriggja slíkra þýðinga frá
fyrra ári. Er þá fyrst að telja enska þýðing af
þremur af fornsögum vorum: Hávarðar sögu fsfirð-
ings, Bandamannasögu og Hœnsa-Þóris-sögu. Eru þær
þýddar og útgefnar af skáldinu William Morris og
meistara Eiríki Magnússyni í sameiningu. Eru þær
fyrsti partur af stóru verki, sem heitir »Sögusafnið«
(The Saga Library), og sem á að innihalda þýðing-
ar af öllum hinum merkari íslendingasögum. Á und-
an þýðingunni er alllangur inngangur. Segir þar
fyrst frá, hversu ísland byggðist, og því næst er
lýsing á sagnaritun íslendinga, skipting bókmennt-
anna í goðafræði, sögur o. s. frv. Þá er grein um
Hávarðarsögu og gildi hennar sem sagnarits, og önn-
ur um Bandamannasögu, og þar skýrt frá, að hún
sje þýdd eptir útgáfu H. Kr. Friðrikssonar (Khöfn
1850), sem þýðendurnir álita, að innihaldi betri texta
en útgáfa Cederschiölds (Lundi 1874); álíta þeir, að
hvorugur þessara texta stafi frá hinum, heldur sje
hvortveggi þeirra afspringur eldra handrits af Norð-
urlandi, en hvorki af Vestur- nje Suðurlandi. Því
næst er grein um Hænsa-Þórissögu, um innihald