Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 245
‘245
Sumir þóttust t. d. hafa meinlæti, svo var þá sulla-
veikin kölluð, og var sagt að þeir hefðu troðið fram-
an á sig, til þess að sýnast með þykkt. Styrbjörn
hjet göngumaður einn; hann hafði alið aldur sinn á
vergangi, og þótti kunna öðrum betur til þess, að
hafa út gjafir. Einhverju sinni hitti Styrbjörn föru-
mann, sem enn var viðvaningur, og kvað hann sjer
ganga illa, því að almenningur væri bæði armur og
viljalítill; þá mælti Styrbjörn sem reyndur og greind-
ur í þessu efni: »Þúverðurað bera þig hörmulega«>
Sú saga gekk af Styrbirni, að hann hefði um eitt
skeið þótzt svo meinlætaveikur, að það varð að
hjálpa honum af baki og á, og upp á pallana í bað-
stofunum. Einhverju sinni kom hann að bæ á engja-
slætti, þar sem enginn var heima, nema húsfrevjan
vanfær, og unglingsstúlka um fermingu; Styrbjörn
bar sig að vanda svo báglega, að þær urðu að hjálpa
honum af baki, og kvaðst hann með naumindum
geta staulað inn göngin til baðstofu, en upp á pall-
inn komst hann með engu móti hjálparlaust. En er
til baðstofu var komið, fer húsfreyja með stúlku-
barninu að reyna til að koma honum upp á pallinn,
en það gekk treglega, því að bæði var Styrbjörn
allþungur, enda þóttist hann ekkert geta hjálpað til,
sökum veikinda sinna. Kom þá bóndi að í því og
heyrir Styrbjörn segja: »verið þið nú sterkar, en
farið þið þó hægt með limina«. Greip þá bóndi til
hans, og snaraði honum upp á pallskörina, og fannst
honum hann þá vera furðu linur átaks að framan-
verðu. Fór þá bóndi að gæta að, hvernig meinlæt-
um hans væri háttað, og segir sagan, að hann fyndi
smákodda á honum framanverðum, innan undir nær-
fötunum, sem gjörði hann að sköpulagi mjög líkan
meinlætafullum manni. Yar sagt, að Styrbjörn fengi