Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 133
183
»gálga-farmur« og »hanga-guð« eru sjálfsagt langtum
eldri en kristni; margir fleiri en Kristur voru lagðir
með spjóti. Að Oðinn var geflnn sjálfur sjálfum sér
er ekki komið af neinu öðru en því, að Oðinn átti
alla vopndauða menn, hann var »Valfaðir« og val-
urinn var honum geflnn (Freyja á hálfan val, en
»hálfan Oðinn á«); »allan þann val, er fellr á þeima
velli, gef ek Oðni«, sagði Haraldur hilditönn; í orr-
ustunni á Fýrisvöllum skaut Eirikur konungur reyr-
sprota yfir lið Styrbjarnar Svíakappa og mælti: »Oð-
inn á yður alla« (Fornm. S. V. 250); sögur eru og
til um það, að heiðnar þjóðir hafi og vígt guðunum
valinn (hina föllnu), eins og Kimbrar gerðu við
Kómverja hundrað árum fyrir Krist. Þessar goð-
sagnir um Oðin standa og í Ynglinga sögu, og menn
munu hvorki geta sannað, að þær sé teknar eptir
Hávamálum eða úr kristni. Þar sem í Hávamálum
stendur um Oðin: »æpandi nam«, þá líkir Búgge
því við það, að Kristur kallaði hátt upp af krossin-
um, en sú samlíking virðist allt eins óþörf; að því
ótöldu, að þó að þessu öllu megi líkja þannig sam-
an, þá er það ekki nema eins og leiptur, sem bregð-
ur snöggvast fyrir, því allt hitt í Hávamálum (eða
þeim kviðum sem þannig nefnist einu nafni) er al-
veg ólíkt kristnum hugmyndum og má bera sumt
saman við almenna lífsspeki margra þjóða, eða þá
því verður ekki líkt við neitt. Búgge segir hvergi,
að Oðinn sé fígúra, tilbúin úr kristilegri hugmynd,
þótt hann liki þannig saman. Þá líkir Búgge og
staðnum í Hávam. 141: »Þá nam ek frævaz ok fróðr
vera, ok vaxa ok vel hafaz«, við Lúkas 2, 40 um
Krist: »En sveinninn vóx og styrktist í anda, full-
ur vizku, og Guðs náð var yfirhonum«. Þetta finnst
wér kátleg samlíking, og engu betri en að setja