Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 101
101
minni skoðun getur hún vel verið ort miklu seinna,
af því vér vitum allir, að hægt er að »fornvrða«, og
að Islendingar hafa gert það allt til þessa dags —
eitt dæmið er »Gunnarsslagr« — hafi þeir yngri gert
vitleysur, þá hata þeir eldri gert þær ekki síður:
»quia því að sumus erum homines menn«, sagði sá,
sem orti »Gunnarsslag«. Eg held mér til þess, sem
eg hef áður sagt, að eg get ekki skoðað menn sem
»maskínur«, sem hvorki reika til hægri né vinstri
handar. Vér verðum að hafa svigrúm; jafnvel
himintunglin hafa »oscillationir« innan fastra tak-
marka.
Júlíus Hoffory hefir talað mjög fagurlega um
Völuspá — náttúrlega með þeim hug, að hún verði
engum eignuð. Það geri eg heldur ekki. Orð
Hoffory’s bljóða þannig: »Húnerort á hinum næstu
áratugum fyrir kristni, þá er allt var komið á ringul-
reið, hið forna tekið til að bila, en hið nýja eigi
orðið rótfest. Efnið í Völuspá sýnir þetta vel: hin
innilega þrá eptir friði, hinn ógnandi kvíði fyrir
ragnarökkri verður oss þá fyrst skiljanlegur, er vér
ætlum, að höfundurinn hafi verið uppi á timamótun-
um. Það er eigi hin minnsta ástæða til að ætla, að
kristin trú hafi beinlínis verkað á kvæðið, og enn
siður, að kristinn maður hafi seinna lagað það, þar
sem það er sjálfu sér samkvæmt að öllum blæ og
orðfæri. Skáldið var eigi kristið, en þó hefir hann
að vissu leyti verið laus við heiðni; hann var sam-
tiða og í anda skyldur Þorkeli mána, sem lifði
skömmu fyrir kristni og lét bera sig deyjandi í
sólargeisla, felandi sig þeim guði, er sólina hafði
skapað. Nafn hins mesta skálds á Norðurlöndum
mun oss æfinlega verða hulið, og vér munum aldrei
fá neitt að vita um æfi hans. Hver sem hann var,