Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 79
79
þess vel verð, að gerður væri útdráttur úr þeim,.
verð jeg að láta mjer nægja að nefna þau, af því
að þessi ritsjá er nú þegar orðin svo umfangsmikil,
að hún fyllir bás þann, sem henni er markaður i
»Tímaritinu«.
Fyrst skal frægan telja okkar ógleymanlega og
óþreytandi prófessor K. Maurer. Hann hefir í þýzku
tímariti (»Zeitschrift des Vereins fur Volkskunde«,
Berlin 1890) skrifað ritgerð, sem hann kallar »Um
þjóðfræði íslands« (Zur VoUcskunde Islands). Erþað
eins konar skuggsjá, sem á að sýna sálarlíf þjóðar-
innar, einkum að því leyti, sem það birtist í þjóðtrú
og þjóðsiðum. Sjerstaklega er þar bent á öldugang
þann i hugsunarhætti almúgans, sem orsakast aF
stórkostlegum breytingum (t. d. kollvörpun heiðn-
innar, er landið varð kristið, og eyðing kaþólskunn-
ar, er siðabótin komst á o. s. frv.). Þar er skýrt.
frá leifum heiðninnar (t. d. í grasanöfnum, manna-
nöfnum o. s. frv.), og yfir höfuð öllu, er að þjóð-
trúnni lýtur, þjóðsögum, ævintýrum, þjóðkvæðum,
skrítlum, málsháttum, gátum, þulum, leikjum o.m.fl.
I frakknesku tímariti (»Revue des sciences na-
turelles appliquées*, Parisl890) hefir fiskifræðingur-
inn Arthur Feddersen birt ritgerð, er heitir »Æðar-
fuglinn á íslandi« (L’ Eider en Islande). Skýrirhann
þar frá, að æðarfuglinn sje betur friðaður á Islandi
en nokkurs staðar annars staðar, og sje það eptir-
breytnisvert, enda mundi mega víða koma upp æð-
arvarpi, þar sem það aldrei hefði fyrrverið, ef eins
væri að farið og þar, þarsem fuglarnir væruorðnir
eins konar tamdir húsfuglar. Þar er yfirlit yfir út-
breiðslu æðarfuglsins á hnettinum, skýrsla um, hve
mikið sje flutt út árlega af æðardún frá Grænlandi,
Noregi og íslandi (t. d. 1888 frá Grænl.: 250 pd.