Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 31
31
myndurn, þarsem öllu ægirsaman: englunum,Kristi
og brúði hans o. s. frv., og á hina hliðina Appolló,
Neptúnus, Æolus o. s. frv. Stundum eru t. d. Guð-
og örlaganorninar látnar taka jöfnum höndum þátfc
i sköpuninni. Sem dæmi þess, að slík skáldskapar-
tegund hafi verið kunn hjer á Norðurlöndum, nefnir
höf., að kristin skáld hafi ort kvæði um kristna kon-
unga með algerlega heiðnum blæ. Þannig láti Ey-
vindur skáldaspillir hinn fyrsta kristna konung í
Noregi í Hákonarmálum fara til Valhallar og vera
þar vel fagnað. Sömuleiðis hafi Eilífur Guðrúnarson
ort drápur bæði um Þór og um Krist (þar sem
Kristur sje látinn »sitja suðr at Urðarbrunni«, o:
Jórdán).
En sje nú svo, segir höf.,— sem hann fyrir sitfc
leyti álítur sannað —að efnið í Völuspá sje mest-
megnis ausið úr ritum Hónóríusar, þá getur hún ekki
verið eldri en hjer um bil 1125. Reyndar er þetta
fjarstætt því, sem menn hingað til hafa álitið og get-
ið sjer til, en annað er varla því til fyrirstöðu, að
það geti verið rjett, t. d. hvorki málið á kvæðinu
nje bragarháttur þess. Því næst sýnir höf. fram á,
að mestu líkur sjeu til, að bæði rit Hónóríusar og ann-
arra, sem efnið á að nokkru leyti að vera tekið úr,
hafi verið kunn og útbreidd á Norðurlöndum um það
leyti, enda hafi Elúcídaríus Hónóríusar verið þýdd-
ur á ísleuzku um 1100. Af skrá yfir bókasafn SkáÞ
holtsstaðar (sem er prentuð í Árbók Fornleifafjelags-
ins 1886) frá 1604 megi sjá, að mörg af ritum þeim,
er hjer ræðir um, hafi snemma verið þar til, og
mestu líkur sjeu til, að sum af þeim liafi verið þar
frá dögum Gissurar biskups og Jóns Ögmundar-
sonar.
I »0xarflokk« eptir Einar Skúlason, sem er ort-