Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 77
77
Flensborg 1877); á þýzku hefir hún verið þýdd einu
sinni af J. C. Poestion (»Júngling und Madchen*),
•en af þeirri þýðing hafa komið út tvær útgáfur (1.
útg. Berlin und Leipzig 1883 og 2. útg. Leipzig 1886).
Á hollenzku hefir hún verið þýdd af H. J. B. Graven-
hauge (»Indridi en Sigrid«), og á ensku hefir hún
verið þýdd þrisvar sinnum, en þó að eins tvær af
þeim þýðingum verið prentaðar, nefnilega sú, sem
að ofan er nefnd, og önnur, sem kom út fyrir svo
sem þremur árum. Titil þeirrar þýðingar man jeg
ekki, en hún virtist vera þýdd úr dönsku. Þriðji
þýðandinn hætti við að gefa sína þýðing út, er hinar
komu á prent.
Þá er ein þýðing enn, sem sannarlega er vert
að geta, og það er þýzk þýðing af þjóðsögum vor-
um. »íslenzkar þjóðsögur« mega teljast með helztu
hnossum bókmennta vorra, enda hefir sú bók áunn-
ið sjer mikla frægð og lof í útlöndum. Skömmu
eptir að þær komu út, var úrvali úr þeim snúið
ba'ði á dönsku (af Carl Andersen) og ensku (af G.
E. J. Powell og Eiríki Magnússyni), en á þýzku
höfðu margar af þeim verið þýddar og út gefnar
skömmu áður (1860) af hinum fræga íslandsvini,
prófessor Konr. Maurer, sem líka má þakka, að ís-
lenzka útgáfan nokkurn tíma komst áprent. Löngu
seinna (1884) þýddi J. C. Poestion »æfintýrin«, og
nú hefir þýzk kona, Margrjet Lehmann Filhés, þýtt
úrval úr öllum »þjóðsögunum«, nema sleppt ævin-
týrunum, sem áður voru þýdd. Þýðing þessi (Is-
lcindische Volkssagen) er tvö stór bindi, og kom hið
fyrra þeirra út 1889, en hitt á síðastliðnum vetri.
í fyrra bindinu er úrval úr fyrra bindi þjóðsagn-
anna, en í seinna bindinu úr hinu síðara, og fylgir
þar með þýðing á hinum ágæta formála Guðbrand-