Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 164
164
töluna. — Viðureign Þórs og Hrungnis finnst einnig
i Rigveda, þar sem Indra berst við þann jötun er
Rauhina heitir, og stendur alveg eins á; sömuleiðis
.sagan um Geirröð. Það er einnig sameiginlegt við
Þór og Indra, að báðir þurfa mikið að eta og drekka,
•en Indra jetur meir en Þórr, og Þórr drekkur meira
en Indra. Þegar Indra hefir jetið þúsund naut, þá
er hann saddur; hjá Þrym jetur Þórr einn uxa og
átta laxa. Indradrekkur þrjátigi skálar af gullnum
.Sómalegi; en hjá Skrými (Útgarðaloka) drekkur Þórr
hafið svo fjörur urðu. Höfrum Þórs mátti slátra, og
lifnuðu þeir aptur, ef eigi voru bein brotin; sama er
,-sagt um þá eyki, sem drógu vagn Indra. Þeir eru
báðir svipaðir að skaplyndi: Þórr er góðgjarn og
.göfuglyndur, bráður, en sáttgjarn, þykir gaman að
firykk og söng, hann hefir óþrjótanda aflog ósigr-
^indi mátt sameinaðan góðsemi og hjálpræði. Þann-
ig er Indra líka: vinur góðra manna og hjálpari í
friði og stríði, frelsari og verndari hinna aumu og
bágstöddu.
Seinna talar Rydberg um Baldurssöguna og um
Hárbarðsljóð, og sýnir fram á, að Hárbarður sé ekki
= Oðinn, eins og fyr hefir verið álitið, heldur =
Loki, en seinast er ítarleg ritgjörð á móti þeirri
.skoðan, að Völuspá sé runnin frá Síbyllunum og
kristilegum hugmyndum.1 Það er meira varið í
þessa ritgjörð heldur en þær sem allar eru í at-
kvæðafjölda eða »Silbenmass«. Samt sem áður kem-
«r Rydberg með hinar venjulegu »interpolations«-
hugmyndir og að nöfn sé talin upp »till unge poe-
ters tjanst* (1, 657).
1) Rydberg er á þeirri meiningu, eins og Búgge, að Völu-
spá sé ort á Islandi (1, 424).