Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 10
10
í>órs við þessi orð, sem standa í einu forn-ensku
handriti: Latona Jovis mater Þunres modur. Nor-
rænar sagnir hafa opt myndazt út af misskilningi á
jafnvel mjög auðskildum latneskum setningum. Sem
dæmi þess má nefna, að þegar sagt er frá því í Forn-
aldarsögunum, að Hjálmar' og Oddur mættu Arn-
grimssonum, er það tekið fram um H., að hann hafi,
•eins og hann átti vanda til, verið i alvæpni, eins og
er hann gekk í orustu. Þetta á rót sína að rekja
til misskilnings á þessum orðum í Mythogr. Vatic.
1, 49, II, 199: Hercules . . . Hylam . . . secum duxit
armigerum. Menn hafa ranglega skilið seinasta orð-
ið þannig, að það táknaði mann, sem bæri sín eig-
in vopn, væri í alvæpni (sbr. armigerum Deum hjá
Sil. 7, 87 um Marz). Frásagan um, að Rán eigi sjer
net, sem hún reyni að veiða í alla þá, er á sjó
koma, á skylt við frásögnina um Araneu í Scholia
Bernensia (skýr. yfir Virg. Georg. IV, 247). Þar
stendur um Araneu, sem er orðin að kónguló: casses
in alto suspendit; þetta in álto hafa menn misskilið
«em það þýddi »í djúpinu«. Frásögnin um för Þórs
til Geirröðargarða á aðalrót sína að rekja til lat-
neskrar frásögu um Herkules og Geryon. í Eddu
segir svo: »0k í því bili bar hann at landi, ok
fékk tekit reynirunn nokkurn ok steig svá ór ánni«.
Við þetta má bera saman orðin í hinni latnesku
frásögn: (Hercules) alnum conscendit et in insulam
Jierithimiam pervenit. Hjer stendur »alnum« rang-
lega fyrir »ollam«., en sá sem hefir ritað hina lat-
nesku frásögu í þessari mynd, hlýtur að hafa skilið
það um eikju, tilbúna úr holu elristrje. En til grund-
vallar fyrir hinni íslenzku frásögu liggur aptur sá
skilningur, að alnum conscendit þýði »hann steig
«pp i elristrje* (til þess að komast í land.). Þessi