Hlín - 01.01.1967, Page 12
10
Hlín
Að sjálfsögðu hafði hvert rit, eða flest, til umræðu og
uppörfunar þau mál, sem SNK hafði frá upphafi, og hef-
ur enn, á stefnuskrá sinni og flutnings á hverju þingi
sínu: Heimilisiðnaður og sýningar, Garðyrkju, Heil-
brigðismál, Uppeldismál, Húsmæðrafræðslu.
Heimilisiðnaðurinn varð að sjálfsögðu efst á blaði í
„Hlín“ vegna starfs ritstjórans, sem var ráðunautur al-
mennings í heimilisiðnaði um áratugi (1924—1957). Það
var ráðist í það að bæta kaupendum „Hlínar“ þrívegis
við myndaörk (svartmynd) með heimilisiðnaðarmyndum
(árg. 12, 14 og 16). — Það var kringum 1930, og þá var
mikill áhugi ríkjandi í heimilisiðnaði. — Einnig gekst
„Hlín“ fyrir útgáfu íslenskra uppdrátta til að vefa, sauma
og prjóna eftir og kostaði útgáfu þeirra að nokkru leyti.
Annað, ekki ómerkilegt tiltæki „Hlínar" var útgáfa
Vefnaðarbókarinnar, sem fylgdi „Hlín“ ókeypis um 12
ára skeið, ýmist ein eða tvær arkir árlega (1932—1944).
Svo vel vildi til, að Sigrún P. Blöndal, forstöðukona
á Hallormsstað, hafði mikinn áhuga á að koma út
kenslubók í vefnaði, og hafði handritið að nokkru
leyti tilbúið. Var búin að starfa að vefnaðarkenslu ár-
um saman, bæði við námskeið sunnanlands og við skóla
sína á Austurlandi. Efnið lagði hún til kostnaðarlaust,
en setti það skilyrði, að bókin væri prentuð á betri papp-
ír og að myndir fylgdu með til skýringa. Þetta voru góð
kjör og þakklátt verk, en talsvert kostnaðarsamt. Nokk-
ur heimilisiðnaðarfjelög og kvennasamtök lögðu fram
dálítinn styrk til útgáfunnar. — Árið 1948 gaf „Hlín“
Vefnaðarbókina út í heild, og hefur hún verið notuð
sem kenslubók við skóla og námskeið.
Onnur hugsjón hafði lengi vakað fyrir ritstjóranum,
sem loks komst í framkvæmd 1939 (22. árg.), að „Hlín“
gæti hugsað til barnanna í landinu, sjerstaklega. 1939
kom fyrsta litmyndaörkin út. Önnur 23. árg. (1940).
Þriðja 25. árg. (1942). Loks sú fjórða 28. árg. (1945).
Barnabókina gaf svo „Hlín“ út í heild 1951.