Hlín - 01.01.1967, Page 76
74
Hlín
(Nanssensskólinn var stofnaður á Lillehammer 1939.
Bannaður a£ JÞjóðverjum, en endurreistur 1946. Hall-
vard G. Forfang hefur verið skólastjóri síðan).
H AMIN GJULEITIN.
Ingibjörg Jóhannsdóttir, Löngumýri í Skagafirði, skrifar.
Við mannanna börn erum á margan hátt ólík að útliti
og innræti. — Óskhyggja okkar er þó að ýmsu leyti á
svipuðum brautum. — Vil jeg nefna hjer eitt dæmi um
andlegan skyldleika okkar allra: — Við leitum að ein-
hverskonar hamingju okkur til handa, alla leiðina frá
vöggu til grafar. — Við leitum að einhverju, sem við
álítum, að geti gefið okkur stundlega eða varanlega gleði,
eða uppfyllingu óska okkar, sem eru misjafnar og niarg-
litar, eftir því á hvaða stigi við stöndum.
Vissulega verður göngumóður leitandi glaður, er hann
hyggur, að langþráð hamingjuperla sje orðin eign hans,
hamingjuperla, sem oft er greidd með dýru verði. — Sár
verða vonbrigði hans, er hann kemst að þeirri staðreynd,
að hamingjuperlan hans var svikin.
Gamall og gleðivana ferðalangur legst oft þreyttur til
hvíldar eftir þung leitarspor á vegum, sem ekki voru
heimkynni hamingjunnar. — Við hegðum okkur oft sem
óvitar í leit okkar að varanlegum verðmætum. — Sú ham-
ingja, sem við leitum að um lönd og álfur, býr í okkar
eigin barmi. — Það er lítill neisti, sem liggur falinn undir
öskuhrúgu efnishyggjunnar inni í sálu þinni. — Hann
getur orðið ódauðlegum anda þínum meira virði en allt
gull veraldarinnar.
Mundu: — Þjer verður ekkert gagn að þessari auðlegð
þinni, nema þú leyfir hinu kærleiksríka og glaða ljósi
himinsins að leika um þinn andlega gróður.