Hlín - 01.01.1967, Page 215
Hlín
213
um hver hafi ofið það. — Það hafi gert Jakob Guðmundsson, mikill
og góður vefari, sem oft var til heimilis á Kornsá á þessum árum,
og stundaði vandaðan vefnað (eftir að Bjarni Jónasson frá Hofi,
faðir minn, fluttist úr Dalnum (1884), en hann var annálaður vef-
ari). Sjalið er að sjálfsögðu ferhyrnt (jafnt á allar hliðar): 1.9 m. á
hlið, jaðrað saman í brotinu, jaðrarnir snildarfallegir og jöðrunin
eftir því. — Sjalið er 1.25 kg að þyngd. — Hver rúða einn sentimetri.
Alt ber sjalið vott um sjerstaklega mikla smekkvísi og listahand-
bragð.
Sjalið, sem myndin er af, var í eigu Guðrúnar Lárusdóttur, Blön-
dal, sem lifði lengst þeirra systra (d. 1962). — Hún gaf bróðurdótt-
ur sinni, Arndísi Ágústsdóttur Baldurs, Blönduósi, sjalið 1943, og
skrýðist Arndís því við hátíðleg tækifæri, við íslenska búninginn
sinn. — Gott er til þess að vita, að svona gersemi lendir í höndum
þeirra manna, sem kunna að meta það.
H. B.
SKRIFLEGT VORPRÓF Á TÓVINNUSKÓLA.
1. Val á tóskaparull.
2. Ullarþvottur.
3. Að taka ofan af ull og hæra.
4. Til hvers er samkembing? Og venjuleg kembing?
5. Rokkurinn og spuninn.
6. Að tvinna band.
7. Þvottur á bandi og frágangur á því til sýningar eða geymslu.
8. Litun á bandi úr pakkalit.
9. Helstu aðferðir við jurtalitun.
10. Umgengni í tóvinnustofu.
VERKLEGT VORPRÓE í TÓVINNUSKÓLA.
Verkefni: Tvinnuð bandhespa. — Vorullarlagðar, jafnþungir, af-
hentir hverjum nemanda, sem liafði öll tæki hver hjá sjer. — Þeir
tóku ofanaf ullinni, hærðu, táðu, kembdu, spunnu, tvinnuðu, hesp-
uðu.
Verkefnið afgreiddu flestir á klukkutíma. — Það var dómnefnd. —
Verðlaun veitt: Ullarkambar, Vefnaðarbók.
Svalbarði, 15. 4. 1955.
Rannveig H. Lindal.