Hlín - 01.01.1967, Page 220
218
Hlin
ur með flutninginn! — Og hvað á svo að segja um Sví-
ana mína og Finnanna mína, blessaða, sem eru að halda
mikla hátíð á þessu ári. — Allir eru þeir, Svíar og Finn-
arnir, miklir handavinnumenn: Kóngur Svía fremstur
á öllum sýningum, og allir landshöfðingjar sjálfsagðir að
berjast fyrir heimilisiðnaðinum! — Sama sýndist vera á
Finnlandi: Allir æðstu forkólfarnir. — Svo þarf það að
vera.
Allar berjast frændþjóðir okkar fyrir að viðhalda þjóð-
búningnum, og hann á að vera úr ull. — Annað þykir
ekki boðlegt. — En við höfum silki og nælon — ullar-
þjóðin!
Danir. — Og þá eru nú Danir ekki alveg blávatn í
heimavinnunni með sín 600 heimilisiðnaðarfjelög. — Og
Heimilisiðnaðarblað, sem er á aldur við mig! — En það
hafa líka verið miklir skörungar, sem þessu hafa stjórnað:
Síðustu áratugina yfirbyggingameistari Kaupmanna-
hafnar, formaður og ritstjóri blaðsins, Svend Möller.
Danir hafa sjerstaka aðferð við sína stjórn og sína
kenslu: Mest kvöldskólar, ekki mikið söluvarning til út-
lendinga. — En snillingar eru þeir í mörgu t. d. í knipl-
inu. — Og svo hafa þeir líka háskóla, sem er bæði lýð-
háskóli og handavinnuskóli. — Að síðustu eru það svo
Færeyingarnir mínir, blessaðir. — Ekki eru þeir síðstir. —
Með alla sína smíðisgripi og ullarvinnuna og þjóðbún-
inginn, þann fegursta af öllum. — Altaf bíð jeg eftir því
að fá Heimilisiðnaðarþing í Færeyjum! — Þangað hefði
jeg farið, lífs eða liðin! — Óska svo öllum nágrannaþjóð-
um okkar: Góðar stundir.
Halldóra.
Geymum trygð, jx') reynum raun
og rjeni fundir.
Sú fær dygðin loksins laun,
þó liði stundir.