Hlín - 01.01.1967, Side 218
216
Hlin
um okkar, og við getum þó tekið sómasamlega á móti
gestum.
En mest hef jeg gaman af nöfnunum. — Þau eru mörg
hrein listaverk, líka bæði smellin og hnyttileg. — Hafið
þökk fyrir! — Maður er steinhissa á hvað þjóðin getur,
hvað Þorsteinn getur! — En skemtanaskatturinn hefur
nú verið drjúgur til hjálpar. — Þorsteinn hefur verið
Íþróttafulltrúi ríkisins síðan 1941, formaður íþrótta-
kennaraskóla íslands frá stofnun (1943), og ekki eru þau
mörg íþróttamótin sem Þorsteinn sækir ekki. — Geri aðr-
ir betur! — íSeinast núna á Heimssýninguna með glímu-
mönnunum. — Jeg fjekk kveðju frá frænku minni fyrir
vestan, sem hafði tal af Þorsteini, og þótti það góður
fulltrúi.
íþróttirnar blómstri! — Samkomur blómstri! — Og
fólkið skemti sjer vel og siðsamlega! H.
KYRTILLINN.
Guðný Gilsdóttir, Arnarnesi, skrifar:
„Mjer hefir lengi verið í hug að vekja athygli kvenna á hinni
ágætu þjóðlegu kostaflík kyrtlinum, sem til forna var svo mikið
notaður, og ekki að ástæðulausu, því að hann hefir alla þá kosti,
sem nokkur klæðnaður getur haft. Ljettur sem morgunsloppur, og
fegurri en nokkur kjóll, upphlutur eða peysuföt, nógu rúmgóður
undir öllum kringumstæðum, þó ekki dýrari en kjóll, sem fellur
úr móð á árinu. Hann getur verið dýr eða ódýr eftir efnum og
ástæðum hvers eins, hjer ræður mestu sniðið.
Formæður okkar notuðu í þá einlita, heimaunna dúka og gafst vel,
nú eru til fínir verksmiðjudúkar, o. fl., en enn ljettara. Koffur um
höfuð, til að spara fald og spöng, sem aðeins á við við hátíðleg tæki-
færi. Ef til vill mætti nota borða um höfuð og hár, á meðan koffur
eða spöng væru ekki fyrir hendi — en nú er sú velferðaröld, að allir
geta alt, og því hentug tíð til að veita sjer þann búning, sem er sí-
gildur, — og það, sem er mest um vert, ekki háður móðnum, þessu
brjálæðisafli, sem er búið til, til að hirða peninga fólks til að auðga
aðra, þennan trúða-tilbúning, sem leggur sínar gildrur fyrir sak-
lausar sálir með altof góðum árangri, því að fáir eiga það sjálfstæði
að standa á móti straumnum, flestum finst þægilegra að fljóta með
honum.