Hlín - 01.01.1967, Page 211
Hlín
209
Hólminum inn í Dalasýslu. — Svo höfum við flugvöll og
marga stóra bíla, og fjelagsheimili er á leiðinni. — Sjón-
varp komið. — Mjólkina fáum við gerilsneidda frá Sam-
laginu í Grundarfirði.
Þá hafa konurnar ekki látið sitt eftir liggja. — Kven-
fjelagið „Hringurinn", sem er yfir sextugt, hefur unnið
mörg þrekvirki til fegrunar og framfara í bænum. —
Meðal annars stofnað Lystigarð í fallegri brekku sunnan
við bæinn og eiga þar mörg handtökin.
Árið 1892 var ákveðið að fram færu skifti á Helgafells-
sveit í tvö hreppsfjelög, og var kosin 5 manna nefnd úr
hverju sveitarfjelagi til skifta á löndum og eignum. —
Landskifti á milli þessara sveitarfjelaga voru þau, að
Stykkishólmshreppur fjekk tvær bújarðir á landi, og var
það Ögur og Grunnasundsnes, sem talið var stórbýli með
öllum þeim eyjum sem því fylgdu, og er það Nesland sem
kauptúnið stendur á og hefur öll ráð yfir, svo fjekk Stykk-
ishólmshreppur 7 eyjabýli.
Á fyrsta tug þessarar aldar voru 24 eyjabýli hjer við
suðurströnd Breiðafjarðar í bygð, og skiftust jafnt milli
þriggja hreppa.
Nokkuð fram á þessa öld var á öllum þessum eyjabýl-
um um 20 nautgripir og 4—5 hundruð fjár.
Á öllum þessum býlum voru einhver hlunnindi af
fugli, sem var egg og dúnn, og svo var öll lundakofa tekin
til heimilisnota og sölu. — En aðal framfærslutekjur
manna var sjófang af heimamiðum og í öðrum verstöðv-
um. — í Höskuldsey rjeru 6—8 bátar, sem stunduðu þar
veiðar frá rjettum til jóla, og að liðnum þrettánda var
siglt undir Jökul og róið þaðan vetur og vor til Jóns-
messu, og færði þetta björg í bú hjá mörgum, þegar vel
áraði.
Það mátti segja, að margir þessara eyjamanna væru
hreinir listamenn, þegar þeir voru sestir við stjórnar-
taumana á hinum litlu fleytum sínum, og ef þeir ætluðu
að nóttu til á sjóinn til fiskjar eða í langferðir, brugðu
14