Hlín - 01.01.1967, Blaðsíða 169
Hlin
167
]>að mun varla vera nema einn a£ hundraði, sem lætur
hlutaðeigendur fylgjast með um hvað er rætt í aðalatrið-
um, þó ekki sje orðrjett.
Þetta er siðferðisleg skylda, sjálfsögð, ómótmælanleg. —
Athugið þetta, góðir hálsar! — Það mun vera eitt af því
almennasta, að þessi skylda sje vanrækt.
Það er vandi að taka notalega á móti gestum. — Við
gerðum það að gamni okkar í Tóvinnuskólanum á Sval-
barði við Eyjafjörð, hjerna um árið, að láta nemend-
urna (8) taka til skiftis á móti næturgestum, sem að garði
bar. — Fyrst og fremst náttúrlega að allsstaðar væri
hreint, bjart og hlýtt. — Svo fylgt til herbergis og bornar
fram notalegar góðgerðir. — Vísað til vegar í húsinu. —
Vísað til sængur. — Kom sjer þá oft vel að hafa Ihitabrúsa
eða flösku með heitu vatni í rúminu, ábreiðu til fóta,
teppi framan við rúmið, borð og stóll við rúmið, ljós við
rúrnið, vatnsglas, bók á borði. — Minnist þess, að gestir
eru tilfinninganæmir öðrum mönnum fremur.
Þetta þótti vel takast og stúlkurnar höfðu gaman a£
þessu. H.
STRANDASÝSLA.
Röðin var komin að Strandasýslu (1926), og skipsferð
fjekst að Kúvíkum, eða Reykjarfirði, og prestskonunni í
Árnesi, Ingibjörgu Jónasdóttur, frændkonu minni, gert
aðvart, og hún beðin að hugsa fyrir viðtökum. — Jú, það
stóð ekki á því: Hestar og fylgd var til staðar, og viðtökur
prestshjónanna, síra Sveins og Ingibjargar og dætranna,
með ágætum. — Synirnir farnir að heiman, þar á meðal
tveir læknar, og elsta dóttirin gift. — Þetta var á miðjum
túnaslætti. — Mikið var túnið grasgefið, en skelfing var
það nú þýft! — Taðan lá í föngum á túninu, en altaf
rigndi, rigndi bæði daga og nætur. — Þarna var maður