Hlín - 01.01.1967, Page 56
54
Hlín
— Hún hafði, að jeg held, mjög skapandi ímyndunar-
afl.
Mjer er sagt, að þegar hún var barn og átti að líta eftir
mjer inni að sumrinu (jeg fæddist í nóv.). — I3á hafði hún
búið sjer til tuskubrúður og látið þær leika leikrit, sem
hún samdi jafnóðum.
Alt sem var þjóðlegt og mennilegt í fari þjóðarinnar
var systrum mínum mikið áhugamál að varðveittist, ekki
síst gott íslenskt mál og gamlir, góðir siðir. — í sama
anda var með íslenska þjóðbúninginn og alt sem var
sjerkenni þjóðarinnar og þær álitu menningu í að við-
hjeldist. —
Helga í Hlíðartúni skrifar ennfremur: Jeg fór að hafa
eftirþanka af því, að jeg hefði ekki minst á einn mikinn
þátt í lífi systra minna, en það var söngurinn.
Það var mikið sungið og spilað á mínu heimili: Móðir
mín spilaði á orgel og átti það, en þegar jeg man best til
spiluðu þær Solveig og Þórunn, en altaf var mikið sung-
ið, og Guðrúnu var söngurinn mikils virði. — Jeg veit að
hana langaði til að hafa ástæðu til að geta lært að syngja,
en þá var ekki mikil aðstaða til söngnáms hjer á landi. —
Guðrún hafði mikla og fallega rödd, og jeg heyrði haft
eftir manni, sem vit hafði á, að hún hefði óvanalega mik-
ið tónsvið. — Það var oft mikill og fallegur söngur við
húslestra heima hjá foreldrum mínum, en þar var lesin
húslestur allan veturinn og sungnir sálmar fyrir og eftir“.
Frásögn Kristrúnar Steindórsdóttur, bróðurdóttur
Grafarholtssystra:
Jeg bið þig að fyrirgefa dráttinn á svari mínu. — Ekki
veit jeg hvort mjer tekst, svo í lagi sje, að gefa þjer upp-
lýsingar, sem þú biður um.
Jeg fór til Danmerkur 1931 og var lítið hjer heima fyr
en 1940, þó var jeg heima tvo vetur 33—34 og 34—35. —
Jeg þurfti því að leita upplýsinga hjá öðrum um Dyngju