Hlín - 01.01.1967, Page 100
98
Hlín
kemur til af ólíkum orsökum. — í fyrsta lagi vegna þess,
að jeg hefi í mínu starfi unnið allmikið í sambandi við
kirkjur þessa lands. — í öðru lagi vegna þess, að mjer virð-
ist margt hafa farið miður í starfi þeirra, sem að þeim mál-
um vinna, og loks í þriðja lagi er jeg þeirrar skoðunar,
að kirkjan geti, og henni beri, að skapa gott fordæmi í
þessum málum sem öðrum. — Kirkjunni hefir verið lagt
það til lasts, að hún sje of gefin fyrir prjál og glit. Þetta
tel jeg rjett að vissu marki. — íslenska kirkjan á að vera
í sem þjóðlegustum ramma, ef svo mætti segja. — Gull-
borðar, sem skreyta marga presta landsins í dag, eru fram-
leiddir í erlendum verksmiðjum á færibandi, og verka í
okkar umhverfi framandi og sem falskir tónar.
Þrátt fyrir skrif leikmanna, sem sjá kirkju bernskuár-
anna í hyllingum, eru kirkjubyggingar seinni ára í flest-
um tilfellum til fyrirmyndar. — Það sem á skortir, er bún-
aður þeirra, og þá fyrst og fremst sá vefnaður, sem þar er
settur inn.
Jeg mundi vilja segja, að munurinn á eldri og nýrri
kirkjum væri þessi: Gömlu kirkjurnar voru oftast bygð-
ar af vanefnum og jafn snauðar hið ytra sem innra. — Hin-
ar nýrri eru bygðar úr varanlegu efni og vel gerðar í sín-
um einföldu línum og formum, en skortir margar hverjar
betri innri skreytingu.
Við viljum fyrst og fremst vera sjálfstæð þjóð, en til að
svo geti orðið, þurfum við að leggja meiri rækt við það,
sem þjóðlegt er og kynslóðirnar á undan hafa skilað okk-
ur í arf.
Það mátti ekki seinna vera að slík bók sem „Vefnaður
á íslenskum heimilum" kæmi út. — Hún hefir að geyma
ýmislegt um þá menningu, sem ekki má gleymast. — Þjóð-
lega menningu, sem sprottið hefir upp úr íslenskum jarð-
vegi án erlendra áhrifa, og við verðum að viðhalda. Það
er nauðsynlegt að kynnast og kenna þá hluti, sem þar eru
sýndir, ef einn ríkasti þáttur í menningu þjóðar okkar á
ekki að líða undir lok.