Hlín - 01.01.1967, Page 83
Rödd úr sveitinni.
Eftir Auðbjörgu Albertsdóttur frá Neðstabæ í A.-Hún.
Hann var orðinn læs 6 ára, og bækurnar opnuðu hon-
um nýjan heim, hann var altaf að lesa og hann elti móður
sína, þegar hún var við eldhússtörfin í búri og eldhúsi,
með bókina í höndunum og las fyrir hana.
Og móðir hans vandist á að skara hljóðlega í eldinn
og þvo gætilega upp matarílátin, til þess að geta hlustað
á drenginn sinn lesa! Hún hjálpaði honum með löngu
orðin og fylgdist með áhuga hans á lestrarefninu. — En
þegar hann var orðinn þreyttur að lesa, þá sagði móðir
hans honum sögur og kendi honum þulur og kvæði.
„Fár er sem faðir, en enginn sem móðir,“ segir gamalt
máltæki. — Og svona hefur j^að verið um aldaraðir á
íslensku sveitaheimilunum, að móðirin hefur kent börn-
unum sínum að lesa og byrja að draga til stafs. — En
því miður vilja nú ráðamenn þjóðarinnar í skólamálum
breyta þessu og svifta móðurina þeirri gleði að kenna
barninu sínu að læra að lesa.
Nú á að fara að byggja dýran heimavistarskóla í Aust-
ur-Húnavatnssýslu fyrir 5—6 lireppa, samanber sýslu-
fundargerð 1961. — Og þar af leiðandi verður að flytja
börnin langar leiðir af heimilum sínum. — í sumum
tilfellum er þessum heimavistarskólum vel stjórnað, en
oft vill verða misbrestur á vali kennara.
Jeg hef kynt mjer lítillega einn slíkan skóla, sem að
vísu er ekki fyrir nema þrjá hreppa, og þykir það nóg. —
Þar á skólinn að byrja um miðjan september og þá með
yngstu börnin, sem eiga að læra að lesa,
6