Hlín - 01.01.1967, Blaðsíða 179
Hlin
177
hann. — Þá óx upp í Fjörunni „Káinn“ hið ástsæla gam-
anskáld þeirra Vestur-íslendinga. — í Fjörunni bjó Páll
Jónsson Árdal, vinsæll sem skáld og rithöfundur. — Um
aldamót var Ræktunarfjelag Norðurlands stofnað og
Gróðrarstöðin stofnsett sunnarlega í Fjörunni, þar var
mikil ræktunarstöð, garðyrkjuskóli, og margt starfandi
merkra manna: Sigurður Sigurðsson, skólastjóri, Guð-
rún Þ. Björnsdóttir, Jakob Líirdal, Ólafur Jónsson o. fl.
Ekki skorti Fjöruna heldur merka iðnaðarmenn: —
Fyrstan má telja trjesmíðameisara Jón Chr. Stephánsson,
sem bygði sóknarkirkjuna og stofnaði um leið „Aldin-
garðinn" svonefndan í fyrstu, síðan Trjáræktarstöð,
sunnan við kirkjuna. — Gamla kirkjan var sterkt og
virðulegt hús. — Þar flutti síra Matthías sínar ræður og
ljóð, þar söng síra Geir fegurst, Magnús Einarsson og
Sigurgeir Jónsson spiluðu fagurlega, Pjetur og Friðrik
Þorgrímssynir og Anna Magnúsdóttir sungu listilega.
En sá iðnaðarmaður, sem mest og lengst gerði garðinn
frægan var Oddur Björnsson, prentarameistari, sem um
aldamót fluttist í Fjöruna frá Kaupmannahöfn, að áeggj-
un Guðmundar Hannessonar, læknis, og Einars Hjör-
leifssonar, sem þá stundaði blaðamensku í Fjörunni. —
Oddur kom með fullkomnustu prentsmiðju, sem þá
var til hjer á landi, og enn er Prentverk Odds í farar-
broddi.
Og ekki má gleyma að minnast á Sigurð Sigurðsson,
járnsmið, sem starfaði nær hálfa öld að iðn sinni í einu
elsta húsi Fjörunnar, sem enn er við lýði (125 ára). Hús-
ið er bygt af Borgen sýslumanni, en síðan lengi kent við
Indriða gullsmið frá Víðivöllum. — Bærinn átti húsið
um skeið og hafði þar Barnaskóla í 4 ár.
Þá var þarna Davíð Sigurðsson, trjesmiður, Friðrik
Þorgrímss., úrsmiður, Þórður Thorarensen, gullsmiður,
Jakob Gíslason og Kristján Nikulásson, söðlasmiðir, og
Þorvaldur keyrari.
Þarna var bóksala hjá Friðbirni Steinssyni, þar var