Hlín - 01.01.1967, Blaðsíða 65
Hlin
63
vel þess virði að hafa reglu á þessu, sjerstaklega á kvöld-
in. — Eftir kvöldmatinn má ef til vill hafa kvöldsögu
áður en farið er upp í rúmið og kyrð komin á um kl. 8. —
Þá geta foreldrarnir haft kyrð og ró fyrir sjálfa sig á
kvöldin, eða farið út saman, eða boðið heim vinum sín-
um í friði. — Jeg held, að það skipti raunverulega ekki
svo miklu máli hvenær barnið sefur, ef það aðeins sefur
nógu lengi, en mæðurnar þurfa á hvíld að halda frá börn-
um sínum, og það er gott fyrir börn að læra það, að það
er hæfilega ákveðinn háttatími. — Á sama hátt geta þau
lært að gera einföld störf, sem sjálfsagðan hlut, — t. d. að
þvo sjer um hendur á undan máltíðum, að brjóta saman
fötin sín, þegar þau hátta. — Að hafa þessi ákveðnu verk-
efni, sem ekki verður undan skorast, er mikilvægt, jafn-
vel fyrir fjögurra ára börn.
Jesúítar segja, að þeir geti mótað barnið til lífstíðar, ef
þeir hafi það til sjö ára aldurs. — Það er mikið sagt, en
jeg er viss um, að það er ekki lítill sannleikur í því. — Ef
við byrjum á rjettan hátt að ala upp börnin, þá er það
a. m. k. auðveldara að halda áfram á rjettri braut. — Ein-
föld verkefni og regluleg skyldustörf, eins og jeg hef
nefnt, fyrir lítil börn, er sú beinagrind, sem ýtarlegri agi
eldri barna byggist á. — Frá mínum sjónarhól sjeð, kom-
umst við aldrei hjá aga í einhverri mynd alla æfi okkar.
— Það er agi skólanáms og heimavinnu, það er margs-
konar agi, sem þjóðfjelagið leggur okkur á herðar, hvort
heldur það er fólgið í því að aka vinstra megin á götunni
eða hlýða ópersónulegum aga umferðarljósanna. — Þjóð-
fjelagið krefst ákveðinnar hegðunarvenju, og alt þetta
verður barnið smám saman að læra, til þess að verða gild-
ur og gegn þjóðfjelagsþegn. — í augum lítils barns er
þjóðfjelagið lítið meira en fjölskyldan, en jafnvel innan
hennar verður það að læra viðteknar hegðunarreglur. —
Það verður að læra það, að það má ekki brjóta skraut-
muni, nota sófaborðið til að búa til úr því hús, og að
aðrir fjölskyldulimir hafa einnig rjettindi, og að sjerhver