Hlín - 01.01.1967, Blaðsíða 27
Hlin
25
því alment er því ekki að venjast hjer, þó kennarar hafi
kent hjer árum saman, að þeir hafi fengið svona marga
Grænlendinga æfða saman, og það svona lengi, og því
síður að röddin hafi verið nokkuð löguð, enda hefur það
kostað mikið erfiði með þennan hóp. — En þegar á alt
er litið, býst jeg við, að það sje, ef til vill, ekki erfiðara
hjer en hvar sem er annarsstaðar í heiminum.
Grænlendingar eru músikalskir og söngelskir.
Svo þegar þessu var lokið fór jeg að æfa danskan kvart-
ett, þó eingöngu með Grænlendingum. — Ætlum við að
syngja fyrir Dani, áður en jeg fer. — Við höfum æft 4 lög
með öllum röddum. — Sennilega verður konsertinn hald-
inn aftur í ágúst, áður en jeg fer, því þá er vanalega
margt um manninn hjer. — Jeg hafði húsorgel með frá
Danmörku, og hef notað það við æfingar og kenslu.
Fjeð í Grænlandi og fyrstu fjárræktarmennirnir.
Mjer fanst grænlenska fjeð stærra en það íslenzka. —
Jeg viktaði reifin, sem voru þetta 4—6 pund, þvegna ull-
in var hvítari og hreinni en sú íslenska, bæði vegna þess
að fjeð gengur úti og svo eru þarna engar mýrar eða
moldarflög. — Jeg sá stundum meðalstóra blikkfötu fulla
af mör úr einu dilklambi. — Árið 1922 var ull Tilrauna-
stöðvarinnar talin mikið á 3. þúsund kg. — Jeg bíð eftir
því og vona það, að náin framtíð leiði margt í ljós um
hve framúrskarandi góð skilyrði eru fyrir fjárrækt hjer
í Grænlandi. — En það þarf að koma hjer upp önnur
minni, alíslensk fjárræktarstöð, sem gæfi nákvæma
skýrslu um reksturinn og hafa smjör- og ostagerð í sam-
bandi við hana, og íslenskt fólk ætti að ráða þar lögum
og lofum. Dönsk kona spurði mig, hvort jeg vildi koma
aftur og setja upp íslenskt bú í Friðriksstað. — Mjer þótti
þetta vel boðið og frjálsmannlega og svaraði: Að það
væri nú nógu gaman, en sagðist þó heldur vilja búa í
einhverjum fögrum dal á íslandi.