Hlín - 01.01.1967, Síða 62
60
Hlin
Af þessu getið þið sjeð, að þó að jeg hafi lært talsvert
um barnauppeldi, þá er mín eigin reynsla fremur tak-
mörkuð. — í reyndinni eru líklega flestar ykkar, sem
heyrið til mín, miklu hæfari til að standa hjerna. — Hvað
um það, jeg hef verið beðin að tala við ykkur, en jeg vil
taka það skýrt fram, að jeg álít mig ekki óskeikula, og að
það, sem jeg ætla að reyna að gera, er að taka saman mín-
ar eigin hugmyndir, sem eru að nokkru leyti bygðar á
mínu eigin uppeldi, að nokkru leyti á mentun minni og
á reynslu minni sem móður, sem langar til að gera það,
sem er best fyrir börn sín. — Jeg vona bara, að jeg geti
bent ykkur á nokkur atriði við uppeldi barna, sem jeg
álít vera mikilvæg, og sem geta komið af stað umræðum
á eftir.
Jeg held, að það fyrsta, sem hafa verður í huga, sje það,
að uppeldið byrjar við fæðingu — eða fyrr. — Afstaða
móðurinnar til barnsins, sem hún á í vændum er undir
ýmsu komin, hvort óskað var eftir barninu, eða hvort hún
óttast, að það kunni að verða aukin fjárhagsleg byrði,
eða að það verði til að tjóðra hana við heimilisstörfin. —
Vegna afstöðu móðurinnar fyrir fæðingu, sem ýmist get-
ur verið jákvæð eða neikvæð, þá held jeg, að best sje að
byrja við fæðingu barnsins, þegar kvíði flestra mæðra
feykist burtu.
Þá komum við þegar í stað að einu af grundvallaratrið-
unum fyrir móðurina — hvort hún eigi að hafa barnið á
brjósti eða ekki. — Jeg get ekki lagt of mikla áherslu á
mikilvægi þess að hafa barnið á brjósti, ekki aðeins fyrstu
vikurnar, heldur a. m. k. í þrjá til fjóra mánuði, ef hægt
er, og jeg vildi að allar mæður, sem ekki hafa börn á
brjósti, skoðuðu hug sinn um það, hvers vegna þær gera
það ekki. — Það er reyndar einstaka sinnum líkamlegir
erfiðleikar á því, en mín reynsla er sú, að það sje miklu
oftar að erfiðleikarnir stafi af því, að móðurinni finst
hún of bundin eða jrað taki of mikinn tíma.
Hjer á íslandi er það mjög algengt, að sjá jafnvel korn-