Hlín - 01.01.1967, Side 37
Hlin
35
kæra kveðju mína. Jeg fylgist a£ athygli með búnaðar-
framförunum, ef til vill hef jeg á þeim mestan áhuga af
öllu heima, hugur minn hneigist meira og meira í þá
átt. En hvort sem ykkur Sigurði verður nokkuð ágengt
í þessu efni eða ekki, bið jeg þig að skrifa mjer um það,
og senda það brjef í veg fyrir mig til Hafnar, því hjeðan
af er ekki víst að brjef nái mjer hjer úti. (Adr.: Koloni-
erna af Grönland).
Niðurlag.
Það varð að ráði, eftir að jeg kom til Danmerkur í
nóv., að jeg yrði í Kaupmannahöfn þennan vetur, og nota
mjer tækifærin, sem voru handhæg, til að auka þekkingu
mína og svo til hvíldar og liressingar. — Fjekk jeg leyfi
til að taka kennarapróf í húsmóðurfræðum við Suhrs-
skóla lijer í borginni, heimsótti einnig Rimforsa-skóla í
Svíþjóð og Askov-háskóla, og naut á báðum stöðum
ágætrar fræðslu.
NOKKUR ÆFIATRIÐI.
Rannveig er fædd 29. janúar 1883 í Víkurkoti í Blöndu-
hlíð í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Hans
Baldvinsson og Anna Pjetursdóttir, bæði Norðlendingar
að ætt. — Rannveig ólst upp á Hrólfsstöðum í hinni
fögru Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem liinn mikli Mæli-
fellshnjúkur blasir við sjónum í öl'lu sínu veldi. — Rann-
veig sagðist reyna að hafa Mælifellshnjúk allsstaðar fyrir
augum, hvar sem hún var niðurkomin, og það varð nokk-
uð víða. — Hún stundaði kennslu í 50 ár. — Rannveig var
ein af aldamótamönnunum, ungmennafjelagi af lífi og
sál. — Frábær manneskja, fjölhæf, brennandi í andanum
og sterk, enda a£ sterkum rótum runnin. — Jeg tel hana
þá merkustu konu, sem jeg hef þekt, óeigingjörn, hafði
brennandi ást á landi og þjóð.
3*