Hlín - 01.01.1967, Blaðsíða 26
24
Hlín
náið og einmitt nú, og fyrir það að jeg er orðin kunnug
áður, tek jeg betur eftir öllu og skil fólkið betur. — Víð-
ast er einhver, sem kann dönsku, og getur verið túlkur,
ef í nauðirnar rekur, en jeg skil orðið mikið í daglegu
tali og get gert mig skiljanlega, einkum þegar um verk
er að ræða.
Nú er jeg hjer heima að sjá um ullarþvottinn og að-
greiningu ullar og tekur það langan tíma, en við höfum
ágætt veður, sólskin og hiti á hverjum degi. Regn hefur
verið undanfarið, grasvöxtur ágætur, veturinn var mild-
ur, en mikill snjór kom hjer í janúar, og tók ekki upp
fyr en í apríllok.
Ákveðið er, að ríkisþingmenn komi hjer út í sumar,
og fyr en þeir hafa verið hjer má jeg ekki fara heim, en
svo úr því. — En ekki er að vita hvernig þessum ferðum
verður háttað, það fáum við aldrei að vita fyr en alt í
einu, og ekki býst jeg við að koma til Danmerkur fyr en
í nóvember.
Regar vetrarstarfi mínu var lokið, hjeldum við spuna-
próf, líkt og í fyrra. 15 stúlkur tóku þátt í því. — Fjórar
í því skyni að verða útlærðar sem kenslukonur í tó-
vinnu. — Tóvinnuskólinn hætti ekki fyr en í lok maí-
mánaðar, að grænlensku stúlkurnar þurftu að fara að
sinna öðrum störfum. — Dönsku konurnar, sem hafa
gengið í spunaskólann síðan í febrúar, spinna ennþá
hinn sama ákveðna tíma á dag, eins og meðan skólinn
starfaði, en þær spinna sína eigin ull, sem þær hafa keypt
af Grænlendingum.
3. júlí 1923.
í lok skólaársins, sunnudaginn 29. maí, hjelt jeg kon-
sert í kirkjunni. I>að var árangur af æfingum Grænlend-
inga í vetur í söng, en það var blandaður kór með 30
manns. — Sungin voru 18 lög með öllum röddum. —
Danir voru alveg forviða á, hve góður söngurinn var,