Hlín - 01.01.1967, Page 175
Hlín
173
Þá riðn allar konur i söðlum og það löngu eftir aldamót.
Þá var líka riðið á þó£a í snattferðir. — Þegar menn lögðu
sig útaf að degi til, brugðu konurnar svuntunni sinni yf-
ir sig, en karlarnir ilrúfunni sinni yfir andlitið, heldur
en ekkert.
Þá notuðu konur sokkabönd, nátttreyjur og opnar
buxur. — Karlarnir, þeir gömlu, klæddust lokubuxum.
Þá tíðkaðist það á stöku stað, að sofa ber í rúmi sínu.
Þá signdu menn sig, þegar út var komið að morgni og
horfðu í austur, þá signdu menn sig, þegar farið var í
hreina skyrtu. — Þá máttu börn ekki tala neitt eftir að
kvöldbænir voru lesnar. — Þá máttu menn ekki þnrrka
sjer á miðri þurku, eða handklæði, þótti ókurteisi, víðar
en hjá Danakonungi í fornöld!
Þá kom það fyrar, að menn fóru í fjarlæg héruð og
Þá kom það fyrir, að menn fóru í fjarlæg ltjeruð og
báðu sjer konu. Það átti sjer stað alt fram til aldamóta. —
H.
AMERÍSKA MÁNAÐARRITIR.
(Reader digest).
Biblían er prentuð á 1232 tungumálum og mállvsk-
um. — Annað sæti skipar ameríska mánaðarritið Reader
Digest (Úrval á íslensku). — Það er mánaðarrit í vasa-
bókarformi, skrifað fyrir menn eins ogmig og þig. — Það
er gefið út í 29 mismunandi útgáfum í 100 löndum. —
Kemur út mánðarlega, 27 milljónir eintaka, stofnað 1922
af hjónunum Vallace. — Þau voru bæði prestsbörn. —
Tímaritið er mjög íhaldssamt og kristilegt. — Það á að
vera satt, fróðlegt, gamansamt og uppbyggilegt, fyrst og
fremst. — Blaðinu er illa við kommúnista og sígarettnr. —
Auglýsir aldrei tóbak eða áfengi.