Hlín - 01.01.1967, Qupperneq 24
22
Hlín
manns færi að hafa hemil á grænlensku stúlkunum, það
væri svo gagnstætt eðli þeirra að láta þær sitja við svona
vinnu. — En því meira sem um þetta hafði verið fjasað
áður og illa spáð, því meiri undrun vakti það hjá öllum
að sjá, hve stúlkurnar voru glaðar, fljótar að læra og iðn-
ar að sækja skólann. — Jeg setti það skilyrði, að það væri
alfrjálst, hvort þær kæmu eða ekki, það sýndi sig þá,
hvort starfið ætti við þær eða ekki. En ekki leið á löngu,
að sumum fanst Tóvinnuskólinn draga fullmikið að
sjer. Það vildu þá bara svo margar fá að læra, að við
urðum alveg í vandræðum, þar sem jeg var bara ein að
kenna og við höfðum aðeins 12 rokka. — Piltarnir komu
líka og vildu fá að læra, en þeir fengu alveg afsvar, voru
huggaðir með því, að stúlkurnar gætu kent þeim heima.
En stundum stálust þeir inn, ef jeg gekk frá, og voru þá
búnir að kemba stóra hlaða fyrir stúlkurnar!
Danir voru þarna daglegir gestir, og seinna árið, sem
jeg var í Grænlandi, varð jeg að hafa sjerstakt námskeið
fyrir þá. Að spinna og prjóna varð bara hæðst móðins í
Julianehaab þessi ár!
Að enduðu hverju námskeiði hafði jeg opinber verk-
leg próf, þar sem Dönum og aðstandendum stúlknanna
var boðið að vera viðstatt. Verkefnin voru leyst bæði
verklega og munnlega. — Fór prófið fram á grænlensku
og var prestur staðarins túlkur. — í húsinu, sem jeg kendi
í, bjó kona, sem kunni vel dönsku, var hún túlkur minn
við allar munnlegar útskýringar. Því þó flestar stúlkurn-
ar kynnu nokkuð í dönsku, var langt frá því að þær
skildu mig altaf, og þar sem jeg, fyrst framan af, skildi
ekki eitt einasta orð af því sem þær sögðu, varð oft úr
þessu hlægilegur misskilningur á báða bóga.
julianehaab 20. sept. 1922.
Það fór svona, að jeg rjeð það af að enda starf mitt
hjer almennilega, og vera hjer annað ár til. — Með þessu