Hlín - 01.01.1967, Page 99
Hlin 97
ingu sumra manna til að gera hlutina skrautlega og a£-
káralega.
Það er kannski ekki tilviljun, að Siglufjarðarkirkja var
ein a£ fyrstu kirkjum þessa lands, sem fjekk £rá mjer hand-
ofna gólfábreiðu úr íslenskri ull í kórinn. Síra Bjarni Þor-
steinsson, sem þar var prestur, var um margt á undan sinni
samtíð, og ljet sjer ant um að varðveita og viðhalda því
sem íslenskt er. — Áhrifa hans gæta vonandi enn um langa
framtíð.
Jeg hef stundum verið að hugsa um þá ríku tilhneig-
ingu margra íslendinga í dag til að raða í kringum sig, á
miður smekklegan hátt, skrautmunum, venjulegast er-
lendum munum, með litlu eða engu listagildi, og reynt
að finna skýringu á þessu.
Skýringin, sem jeg tel einna rjettasta, er sú, að þjóðin
bjó við fátækt og skort öldum saman, og fjekk á engan
liátt svalað þrá sinni eftir fegurð og skrauti, fyi'r en stríðs-
gróðinn svokallaði, í síðari heimsstyrjöldinni, byrjaði að
flæða yfir landið. Þá var byrjað að kaupa og safna, og hef-
ir svo staðið fram á þennan dag.
En sá galli er á gjöf Njarðar, að þekkinguna og dóm-
greindina skortir því miður altof oft, og því fer sem fer.
Smekkleysið og bruðlið situr í hástæi. — Það mætti segja
um þennan listaþroska hjá alltof mörgum í þessu landi,
að liann stæði enn á stigi jólaskreytinga.
Um kirkjuna og þá, sem að hennar málum vinna, er það
að segja til afsökunar, að oft á tíðum eru henni færðar
gjafir, sem engin samráð eru höfð um kaup á við einn
nje neinn. — Koma oft fram ótrúlegustu hlutir, sem gefn-
ir eru til minningar um framliðinn eða framliðna ætt-
ingja. — Síðan, þegar kemur að því að koma þessum mun-
um fyrir í kirkjum, er mönnum ljóst, að þeir eiga þar
ekki heima, en til að særa ekki gefendur er þó látið gott
heita að koma þeim fyrir. — Þetta er vandamál, sem enn
hefir ekki verið tekið föstum tökum.
Jeg hefi látið mjer tíðrætt um kirkjuleg málefni, en það
7