Hlín - 01.01.1967, Page 114
Heilbrigðismál. - Opinberir styrkir
„Litlu hjúkrunarkonumar" endurreistar. —
(Heita nú Sjúkraliðar.)
hað var gaman að frjetta um það, að Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri er að menta „Litlu hjúkrunarkonum-
ar“, sem kallaðar voru hjer áður, þó í nokkuð öðrum stíl
sje, en námstíminn er sá sami, 8—9 mánuðir.
Það eru nú 40—50 ár síðan okkar ágæti og elskulegi
læknir, Steingrímur Matthíasson, gerði það fyrir konurn-
ar að taka nokkrar stúlkur, sem til þess voru valdar og
hæfar þóttu, til náms og æfinga í Sjúkrahúsi Akureyrar
með góðum kjörum. — Fyrst til þriggja mánaða náms,
svo smálengdist þetta og komst, að mig minnir, upp í
9—10 mánaða nám síðast.
Sigurlína, húsfreyja á Æsustöðum í Eyjafirði, átti víst
upptökin að þessu, eins og svo mörgu þarflegu í fjelags-
skapnum. — En svo hafði Hjúkrunarfjelagið „Hlíf“ á
Akureyri, hið merka, mikla fjelag, á sínum vegum árum
saman hjálparstúlkur, sem fjelagið sendi til hjálpar á
heimilum í bænum þar sem sjúkdómar eða aðrir erfið-
leikar steðjuðu að. — Fjelagið átti líka sinn þátt í þessu
framtaki.
Þessi fræðsla læknis og hjúkrunarkonu á Sjúkrahúsi
Akureyrar varð mjög vinsæl. — Stúlkurnar fóru, að loknu
námi, út um sveitir og þorp, og voru betur við öllu búnar
vegna veru sinnar á Sjúkrahúsinu.