Hlín - 01.01.1967, Blaðsíða 35
Hlín
33
skautafarar dásama svo mjög, ekki síst okkar ágæti Vil-
hjálmur Stefánsson.
Fjárræktarstöðinni í Julianehaab 3. júlí 1923.
Hjartanlega þakka jeg þjer fyrir þitt kærkomna brjef,
frá 7. nóv. f. á. — Oft hefur mjer þótt vænt um að fá
brjef frá vinum mínum, en aldrei hef jeg fundið eins
glögt til þess og nú, meðan jeg var í þessari fjarlægð.
Fyrstu póstbrjef fengum við þ. 17. apríl í vor, var það
fyr en í fyrra. Sagt er að skipaferðir verði með tíðara
móti lijer upp í sumar, heyrst hefur að 18 skip komi til
Godthaab, en svo mörg koma þó ekki hingað.
Jæja, besta Halldóra mín. Margt gætum við nú spjall-
að saman, ef við hittumst, og meira lief jeg til að skrifa
um en rúmast getur í þessu brjefi.
Þú getur nærri að mjer þykir vænt um að heyra, að
alt stendur þó ekki í stað heima, en margt þokast í fram-
faraáttina.
F.nn hef jeg lesið „Hlín“ mjer til fróðleiks og ánægju.
En það mætti ætla, að jeg hugsaði ekki mikið um henn-
ar málefni, þar sem jeg sendi henni ekki eitt orð. En
slíkt er hægara sagt en gert, þótt mjer finnist jeg fylgjast
fullkomlega vel með öllu, sem gerist heima, þá er starfi
mínu þannig háttað hjer, að jeg verð að gefa mig við
því af lífi og sál, og að því leyti er eins og jeg sje komin
út úr hugsanasambandi við ykkur heima, og það sem
þar er að gerast, en jeg hef orðið að nota alla mína lífs
og sálarkrafta lijer, til þess þó að koma erindi mínu hjer
áfrarn, og jeg vona að jeg hafi nú lagt svo traustan grund-
völl, sem lagður verður í þeirri grein í þessu landi. —
En að það hafi kostað svo mikla umhugsun og andlegt
þrek, það getur hvorki þú eða aðrir skilið, sem ekkert
þekkja til. En það er ánægjulegt fyrir mig að hafa getað
lagt ofurlítinn skerf til menningarstarfanna hjer í Græn-
3